Partar

Fyrstu flugustangirnar voru óttaleg prik, beinlínis. Þetta voru heppilegar pílviðargreinar með áfestum silkiþræði og öngli. Bráðinni var einfaldlega vippað upp á bakkann ef hún á annað borð festist á önglinum. Einfaldari gat stöngin ekki orðið. Löngu síðar, einhvern tímann á 17.öld fóru menn að smíða stangir úr reyr og bambus og þá fóru samsettar stangir að koma fram. Til að byrja með voru þær í tveimur pörtum, síðar þremur. Það var svo ekki fyrr en í upphafi 20.aldar að fíberstangir komu fram í dagsljósið. Samsetningar bambusstanganna höfðu eiginlega alltaf verið til vandræða, þær vildu losna í sundur þegar minnst varði og svo höfðu stífar samsetningarnar óæskileg áhrif á virkni þeirra. Þess vegna leituðu menn aftur í að fækka samsetningum niður í eina með tilkomu fíber. Síðar jókst krafan að stangirnar væru ekki hálfur annar metri að lengd, ósamsettar, þannig að pörtunum fjölgaði aftur.

Sjálfur á ég eitt svona fíber prik, fyrsta stöngin mín, Abu Garcia Diplomat. Slíkar stangir eru raunar enn framleiddar í tveimur pörtum, að vísu úr grafít í dag og ég hef heyrt að byrjendum sé sérstaklega bent á að byrja með stöng sem sé með sem fæstum samsetningum. Það var þá kannski einhver glóra í þessari stöng.

fos_historydame

Í dag er algengast að venjulegar einhendur séu í fjórum pörtum. Sumir framleiðendur eru enn að spreyta sig á að bjóða efsta partinn í tveimur mismunandi stífleikum eða eins og einn auglýsti um árið; Stöng fyrir stóra og litla fiska. Ókostur slíkra stanga er helstur að stífleiki næst efsta parts er aldrei annað en millilending fyrir mjúkan eða stífan topp. Stöngin vinnur því ekki eðlilega niður á annan fjórðung miðað við valið toppstykki. Annað hvort er parturinn of mjúkur eða of stífur fyrir toppinn og því njóta þessar stangir ekki neitt gríðarlegrar hylli, en sumir komast upp á lagið með þessar stangir og dásama þær í hástert.

Það færist í aukana að veiðimenn leggi land undir fót, rölta af stað þaðan sem nokkuð venjulegur fjölskyldubíllinn kemst og stefna eitthvert út í buskann. Mörgum finnst þá sem 9 feta silungastöng í 4 pörtum sé aðeins of löng og fyrirferðamikil dinglandi á bakpokanum. Koma þá til sögunnar stangir í 7 – 10 pörtum úr hágæða grafít þar sem mikil vinna og natni hefur verið lögð í samsetningarnar þannig að þær hafi sem minnst áhrif á virkni stangarinnar. Framleiðendur keppast við að bjóða sem flesta partana og sumum þeirra tekst ágætlega upp að láta þessar stangir hanga saman og þær eru til sem ekki virka bara eins og 2000 ára gömul pílviðargrein. Sem dæmi um nokkra framleiðendur sem hafa náð lagt í hönnun ferðastanga má nefna; Flextec, Airflo og Shakespeare. Allt merki sem fáanleg eru hér heima á viðráðanlegu verði. Ef einhver vill síðan kaupa flaggskipið í ferðastöngum, 9 feta listasmíð í 10 pörtum, þá er hægt að fjárfesta í March Brown Executive fyrir einhverjar 140 þ.kr. Góða ferð út í buskann í sumar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com