Við hjónin tókum okkur til og renndum upp að Þingvöllum rétt um kl.19 þennan síðasta dag maí mánaðar. Byrjuðum í Vatnskotinu en urðum ekki vör við fisk. Heyrðum síðan afspurn af afspurn að ein bleikja hefði þó komið á land. Raunar gátum við staðfest eftir að heim var komið að það var fiskur á milli Murtuskers og Breiðaness, því fiskilegur skuggi sást á myndbroti sem ég tók undir yfirborði vatnsins. Hefði maður nú bara kastað á þær slóðir.
Við enduðum þetta dásamlega kvöld á Þingvöllum með því að kíkja á Snáðann en urðum ekki heldur vör þar þannig að heim héldum við um kl.23, sæl og ánægð með að hafa drifið okkur af stað. Eftir svona fallegt kvöld er bara allt í lagi að koma fisklaus heim.

Veiðitölur ársins
Bleikjur í ferð | Bleikjur alls | Urriðar í ferð | Urriðar alls | Fj.ferða |
---|---|---|---|---|
0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 2 | 3 / 6 |