Ekki fannst mér nú veðurútlitið í morgun lofa neitt sérstaklega góðu fyrir þennan hálfa dag sem góður vinnufélagi minn ánafnaði mér í Elliðaánum. Engu að síður var ég harð ákveðinn í að láta reyna á sjálfan mig og fara í þessa jómfrúarferð í árnar og ekki sé ég spönn eftir því núna þegar ég er kominn heim í hlýtt kotið.

Elliðaárnar (Dimma) í dag
Elliðaárnar (Dimma) í dag

Mér skilst að svona vatnsmagn og með þessum litblæ sé ekki beint ávísun á mikla veiði en svona tóku þær á móti mér í dag Elliðaárnar. Elliðavatnið grátt þar sem best lét ofan stíflu, brúnt víðast hvar og töluverður strekkingur úr austri. Við völdum að byrja ofan Fornahvarfs á svæðum 71 – 73 (Hólmatanga að Höfuðhyl). Það er skemmst frá því að segja að ég fékk þennan líka fína fisk við Hólmatanga á Pólskan Pheasant, fyrsta fisk ársins. Í þetta skiptið brá ég út af vananum og sleppti honum ekki vegna þess hve dasaður og blóðugur hann var þegar ég loksins náði honum á land. Það var ekki laust við að óhug setti að mér að rjúfa þessa venju mína, kannski yrði þetta eini fiskur sumarsins?

Rétt eftir að ég og nafni minn, sem var með hina stöngina í ánum, höfðum skiptum um svæði, sá ég til hans þar sem hann setti í fisk í Höfuðhyl og af stönginni að dæma var þar hin vænsti fiskur á ferð. Gott að honum tókst að staðfesta að enn er fiskur í hylnum, ekki varð ég var þar. Ég lagði leið mína niður að Horninu efra en færði mig fljótlega upp að Ármótum þar sem ég setti í fisk númer tvö. Ekki alveg eins stór og sá fyrri og fékk hann líf eftir stutta viðureign.

Það kom skemmtilega á óvart hve líflegt var við Ármótin, ég fékk einar 5 eða 6 mjög góðar tökur þar án þess þó að taka fleiri fiska á land og nokkrar snarpar skvettur sá ég einnig. Eftir dágóða stund var spurningin að skipta aftur eða leggja leið mína niður árnar og kanna fleiri staði. Úr varð að ég rölti af stað og reyndi fyrir mér á þeim stöðum sem ég hafði lagt á minnið (kortið gleymdist auðvitað í bílnum). Það verður ekki af ánum skafið hve marga fallega veiðistaði þær geyma og á leið minni niður að Grófarkvörn (58) setti ég í eina þrjá fiska til viðbótar en allir sluppu þeir eftir stutt átök. Ekki amaleg byrjun á sumrinu, núna þegar það er loksins að detta í gang.

Fyrsti fiskur ársins
Fyrsti fiskur ársins

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 / 0 / 2 0 / 2 2 / 5

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.