Mér skilst að áhugi á fluguveiði sé sífellt að aukast, sem er vel. Ég verð einna helst var við aukinn áhuga hjá vinum og kunningjum sem í ríkara mæli spyrjast fyrir um flækjustig fluguveiðinnar af hreinum áhuga í stað ‚small talk‘ spurninga yfir kaffibolla. Þær eru ýmsar spurningarnar sem maður fær um fluguveiði, en sú vinsælasta er örugglega; Er maður ekki rosalega lengi að læra þessi köst? Þá getur manni vafist tunga um tönn. Ef ég nú svara; Nei, nei, þetta er ekkert mál þá getur málið nú vandast þegar viðkomandi sér mig handleika stöngina. Nú, ertu ekki betri kastari en þetta? Sagðir þú ekki að þetta væri ekkert mál? Ef ég aftur á móti svaraði spurningunni; Jú, þetta er töluverð kúnst og útheimtir heilmikla æfingu, þá er eins víst að viðkomandi segi þetta bara gott og haldi sig bara við flot og maðk.

Svo eru þeir sem spyrja í lotningu (af því þeir hafa lesið of margar rómantískar veiðifrásagnir) hvort fluguveiði sé ekki æðst allra aðferða. Það er alveg sama hve oft ég leita að góðu svari við þessari spurningu, mér kemur aldrei neitt gáfulegt í hug. Að mínu viti er engin ein aðferð annarri æðri svo lengi sem veiðimaður sýnir bráðinni þokkalega virðingu. Þrátt fyrir allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á fiskum og náttúru þá eru engar rannsóknir til sem segja okkur hvað telst virðing fyrir bráðinni. Viðmið virðingar verður hver og einn veiðimaður að finna hjá sjálfum sér; vill hann taka allan fisk sem gefst, veiða og sleppa eða bara vera á staðnum til að njóta náttúrunnar og þess sem hún gefur?

Þeir nýliðar sem slást í hóp veiðimanna í dag eru eflaust betur að sér í náttúrufræði heldur en margur eldri veiðimaðurinn og því er það tilhlökkunarefni að fá hugsandi unga veiðimenn í hópinn. Okkur veitir ekki af aukinni virðingu og bættri umgengni við náttúruna, bæði sem einstaklingar og sem hópur sem lætur sig framtíð villtra fiskistofna varða. Hver veit hvað verður þegar þessir ungu menn setjast á Alþingi, verður þá mögulega aldrei aftur rifist um virkjanir á veiðislóðum, þær verða einfaldlega ekki einu sinni til umræðu.

Veiðivötn - Litlisjór
Veiðivötn – Litlisjór

2 Athugasemdir

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.