Loksins, loksins. Nei, ekki misskilja mig, það kom ekki fiskur á land en ég fór upp að Elliðavatni seinni partinn og baðaði tvær flugur, flækti allt of grannt taumefnið og endaði á því að festa fluguna í eina trénu í mílu fjarlægð. Örlitlar ýkjur, en sagan er skemmtilegri þannig.

Það gekk á með tveimur dropum og einu til tveimur snjókornum þótt hitamælirinn segði 5°C og það kulaði óþægilega ofan úr Heiðmörkinni, en mikið rosalega var gott að komast að vatninu. Ég böðlaðist ekkert lengi í vatninu, svona rétt aðeins á meðan konan lék Joan Wulff á grasblettinum við Elliðavatnsbæinn og þangað til kuldinn gerði óþægilega vart við sig í tánum á mér. Vatnið var sem sagt heldur kalt en samt var líf, fluga á vatninu og töluvert um uppitökur.

Nú fer þetta alveg að detta í gang, held ég. Verð trúlega samt að láta sjá mig á Klambratúni á morgun; JOAKIM’s dagur og Stefán Hjaltested örugglega til í að skamma mig fyrir léleg köst.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 / 0 / 0 0 / 0 0 / 2

2 Athugasemdir

  1. Já, mikið var gott að komast út og athuga með köstin og enn betra að komast aftur heim….djös skíta kuldi! Þar sem veltiköstin eru einmitt á ,,æfingalista“ sumarsins er vel við hæfi að sjá hvernig Úlfynjan gerir þetta og æfa það.

  2. Varla hægt að finna að hjá manni sem búinn er að stunda uppköst í hálfan mánuð.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.