Það var ekki beinlínis vor í lofti þegar ég lenti við Meðalfellsvatnið rétt um kl.11 í morgun. Lítilsháttar vindur og hitastigið rétt um 4°C og það brakaði og brast í íshrönglinu sem safnast hafði saman undan vindi við vestubakka vatnsins. Sú gula kúrði á bak við skýin og náði ekki alveg í gegn.

Meðalfellsvatn - vesturbakkinn
Meðalfellsvatn – vesturbakkinn

Þegar ég kom að vatninu var einn veiðimaður með spún við norðurströndina, annars ekkert um að vera. Þar sem vindur stóð af suð-austri, kom ég mér fyrir rétt austan við ós Sandár og reyndi að liðka ryðgaða kastvöðva. Eins og gefur að skilja var vatnið frekar kalt og ekkert líf að sjá utan álfta og nokkurra anda á ísskörinni við austurbakkan. Ég er nú samt ekki frá því að ég hafi fengið eitt nart, lengst, lengst út í dýpinu, en fiskur kom ekki á land. Hún er sem sagt formlega hafin hjá mér, baráttan við núllið. Það gengur bara betur næst.

Meðalfellsvatn - austubakkinn
Meðalfellsvatn – austubakkinn

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 / 0 / 0 0 / 0 0 / 1

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.