Ekki alls fyrir löngu var ég staddur á fundi þar sem Þingvellir og álitlegir veiðistaðir voru teknir fyrir. Á fundinum var stuðst við kort og lýsingar Guttorms Þ. Einarssonar ásamt annarra. Á fundinum voru margir kunnugir staðháttum og upphófust hinar skemmtilegustu lýsingar og frásagnir af veiðistöðum. Eins og gengur gekk mönnum mis-brösuglega að muna nöfnin á öllum veiðistöðunum og eitthvað var um samslátt örnefna og veiðistaða. Raunar er ég sjálfur svo gleyminn að ég man sjaldnast röð afleggjara og veiðistaða frá Valhöll, er það ekki annars Lambhagi, Vatnskot, Tóftir, Vörðuvík, Öfugsnáði, Nes og Vatnsvik? Jú, ég held það.

Því meir sem ég hugsaði til þessa fundar, því ákveðnari varð ég í að setja saman kort yfir helstu veiðistaðina á norðurströnd vatnsins, innan Þjóðgarðs. Ég fór á stúfana, náði mér í kort og annað, ýmsar frásagnir og örnefnaskrá. Að útbúa kort í stóru broti var ekki svo erfitt, verra var að merkja örnefnin inn, velja rétt örnefni og hafna þeim sem auðsjáanlega voru á skjön við staðreyndir. Eftir sitja nokkur vafaatriði og spurningar þar á meðal varðandi víkina austan Öfugsnáða; heitir hún Hlóðavík eða Hlöðuvík? Af hverju eru svona fáir veiðistaðir merktir inn frá téðri vík og að Nautatanga? Hefur nánast engin kjaftur veitt frá Murtuskeri og að Litlutá, þar á meðan Vörðuvík? Eru virkilega tvær Kverkar á Lambhaga, ein á tánni og ein að vestan?

Ég læt slag standa og set kortið í fullri stærð hér á síðuna. Sjáum til hvað ég fæ af athugasemdum og ábendingum yfir það sem ranglega er skráð hjá mér og hvaða veiðistaði vantar inn á kortið. Sem sagt; nú reynir á lesendur síðunnar að hjálpa til við að lagfæra kortið, ljúka því með sómasamlegum hætti.

Smellið á myndina fyrir fulla stærð
Smellið á myndina fyrir fulla stærð

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.