Svona getur farið þegar maður missir sig alveg út í eðlisfræðina út frá þurrfluguhnýtingum: Ég var svo sem búinn að læra þetta í barnaskóla og aftur í framhaldinu og þannig búinn að gera ýmsar tilraunir með yfirborðsspennu vatns. Við þekkjum yfirborðsspennuna sem kúfinn á yfirfullu glasi, vatnsdropa og … það sem gerir skordýrunum kleift að setjast á vatnið, þ.e.a.s. þeim sem eru ekki of þung.

En hverju skiptir þetta okkur veiðimennina máli? Er ekki allt vatn jafn blautt og ber það ekki alltaf sömu pöddurnar uppi? Nei, ekki aldeilis. Heitt vatn er t.d. miklu blautara heldur en kalt, þ.e. yfirborðsspenna vatnsins er lægri í heitu vatni heldur en köldu. Þetta gerir heitt vatn hentugra til þvotta heldur en kalt og kalda vatnið hentugra til þurrfluguveiði heldur en það heita. Einmitt þarna vaknaði áhugi minn fyrir alvöru. Hversu miklu munar hver gráða í vatnshita? Áhrif hita á yfirborðsspennu vatns eru nokkur og skýtur enn frekar stoðum undir það að við ættum ekki að láta undir höfuð leggjast að prófa þurrfluguna í öðru veðri en því sem gengur undir viðurnefninu ‚þurrfluguveður‘, þ.e. sól og hita.

En það er ýmislegt fleira sem getur haft áhrif á yfirborðsspennu vatns. Sápa og leysiefni minnka yfirborðsspennu verulega, raunar svo mjög að sápuleifar frá síðustu þrifum línu og taums geta orðið til þess að sökkva þurrflugunni þinni. Klausan að skola línuna vel úr volgu, hreinu vatni að þrifum loknum er ekki alveg út í hött. Svo er alls ekki saman hvaða línubón er notað, ef þá nokkuð.

Spenntar þurrflugur
Spenntar þurrflugur

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.