Trúlega legg ég nokkrar vikur á hverjum vetri undir í tiltekt í bókarmerkjum internetvafrans míns. Ekki alls fyrir löngu fór ég í gegnum greinar sem ég hafði bókamerkt fyrir einhverjum árum um hönnun flugna. Mögulega hefði ég átt að vera búinn að lesa þessar greinar áður en ég fyllti á fluguboxin mín fyrir sumarið, en betra er seint en aldrei.

Það sem vakti einna helst athygli mína var sá samhljómur sem vatnaveiðimenn höfðu uppi um of þungar flugur. Ég, eins og væntanlega margir aðrir, hef helst horft til þess að þyngja flugurnar mínar frekar en nota hæg- eða hraðsökkvandi línur eða tauma þegar á að koma flugunni niður. Hver kannast ekki við að hafa heyrt að koma flugunni hratt og örugglega niður þangað sem fiskurinn liggur? En getur verið að við séum að hugsa hraðar heldur en fiskurinn? Þegar kemur að því að koma púpu niður í vatnið þurfum við mögulega ekki að þyngja fluguna neitt mikið. Þess í stað gætum við sneitt utan af flugunni alla óþarfa, sem oft er meira fyrir okkur gert heldur en fiskinn. Efnisminni óþyngdar flugur sökkva oft alveg eins vel og þær bústnu sem við höfum þyngt um einhver grömm með blýi eða kopar. Og það sem meira er, þær sökkva á mun eðlilegri hraða heldur en þær sem við höfum þyngt sérstaklega.

Ég get auðveldlega samsvarað mig með þeim sem telja að ofur-þyngdar flugur hafi frekar orðið til fyrir óþolinmæði veiðimannsins heldur en fiskinn á botninum. Óþolinmæði okkar veiðimannanna eftir því að fluga sekkur niður á æskilegt dýpi er oftar en ekki ástæða þyngdra flugna í vatnaveiði og hefur tíðkast lengi. Þegar hegðun slíkra flugna í vatninu er aftur móti skoðuð þá kemur oftar en ekki í ljós að hreyfing hennar þegar við drögum inn verður heldur hjákátleg í skásta falli, oftast óaðlaðandi í augum fisksins. Og svona til að setja þetta í eitthvert samhengi við það sem árstíðin bíður upp á, þá er engin spurning að þungur vörubíll étur sig betur niður í slyddu heldur en léttur smábíll, ekki satt? En því verður nú ekki á móti mælt að vörubíllinn er mun þunglamalegri heldur en smábíllinn. Ætli skordýrin í vatninu eigi ekki örlítið meira sameiginlegt með hreyfingum smábíls heldur en 12 tonna vörubíls.

Næsta sumar ætla ég að vera duglegri að prófa óþyngdar, rennilegar púpur og sjá hvort þær veiði eitthvað minna heldur en þær sem eru í yfirþyngd, þ.e.a.s. ef ég nenni að bíða eftir að þær sökkvi.

Nokkrar rennilegar Higa's SOS
Nokkrar rennilegar Higa’s SOS

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.