Þær eru misjafnar aðferðirnar sem menn nota við að velja sér flugu. Sumir beita athyglinni fram í fingurgóma, meta vatnið og lífríkið með augunum og fara jafnvel höndum um það sem skolað hefur upp að bakkanum. Aðrir álykta sem svo að viðkomandi vatn hafi alltaf gefið fisk séu ákveðnar flugur notaðar og velja þannig eftir sögusögn eða eigin reynslu. Svo eru þeir sem vita þetta bara, þurfa ekkert að spá í hlutina, taka réttu fluguna upp úr boxinu, hnýta hana á rétta tauminn og leggja hana síðan fram á rétta staðinn og veiða hana með rétta inndrættinum. Ég mun seint tilheyra þessum hópi veiðimanna. Ef ég ætla í fullri alvöru að næla mér í fisk, verð ég í flestum tilfellum að beita athyglisgáfunni með hæfilegri blöndu af sögusögnum til að velja flugu. En ég verð líka að vera heiðarlegur og viðurkenna að oft mæti ég bara á staðinn, nýt þess að vera og set einhverja þekkilega flugu undir sem gæti alveg eins virkað.

Auðvitað er gott að kunna skila á því hvernig hægt eða tengja flugnaval við það sem er efst á baugi í fæðu silungsins hverju sinni og ég væri að segja ósatt ef ég játaði ekki að það kitlar egóið þegar fyrsta val í flugu passar við matseðil silungsins, fyrsta kastið lendir á réttum stað, á réttum tíma og fiskur tekur fluguna umsvifalaust. En þeim skiptum fer fjölgandi að maður er bara full sáttur að vera og njóta. Allt annað er bara bónusvinningur Lottó veiðimannsins sem velur sér flugur eftir því hver þeirra hefur gefið honum flesta fiska.

Nokkur eyru
Nokkur eyru

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.