Alveg að verða að flugu

Þegar mýið hefur fengið nóg af því að hanga á botninum sem lirfa hugar hún að umbreytingu í púpu. Þegar umbreytingunni er lokið losar hún sig upp af botninum, leitar ofar í vatnsbolinn og hættir sér út í óvissuna þar sem hungraður fiskurinn tekur oftar en ekki á móti henni. Þetta hljómar svolítið eins og fiskurinn sitji fyrir hverri einustu mýpúpu og hremmi hana um leið og hún hefur ferð sína upp á yfirborðið, en þannig er þetta í raun ekki.

Toppflugan
Toppflugan

Hefðum við kost á og þol til að svamla undir yfirborði vatnsins snemma vors þegar vatnshitinn hefur stigið rétt yfir 4°C þá sæjum við heilu strókana af mýpúpum losa sig upp af botninum og berast út í vatnsbolinn. Hér gildir að fela sig innan fjöldans til að lifa af þetta stutta ferðalag upp að yfirborðinu. Ég hef hvergi séð hve hátt hlutfall mýpúpunnar lendir í fiskkjafti, en óábyrgt gæti ég skotið á að 80-90% púpa nær ekki upp að yfirborðinu og kemst til flugu. Þetta byggi ég aðeins á eigin lauslegri athugun þegar fluga klekst með því að telja flugur á u.þ.b. einum fermetra vatnsins. M.v. að á botninum getum við fundið 20.000 einstaklinga á hverjum fermetra, þá er eru það í besta falli 20% sem ná því að verða að flugu. Ég tek það skýrt fram að ég hef samt aldrei náð að telja 1000 flugur klekjast á yfirborði nokkurs fermetra, en þar kemur á móti að ég sat svo sem ekki lengi við og taldi. Hæst náði ég í 100 og þá ruglaðist ég.

Mobuto
Mobuto

Á þessum árstíma erum við ekki alveg komin í þau spor að þurfa á flugum að halda sem eru eftirlíkingar mýpúpunnar, en það er rétt að huga að betri tíð og blómum í haga. Flugurnar sem við ættum að hafa tiltækar þegar mýpúpan er á ferli gætu t.d. verið Toppfluga Engilberts og Mobuto. Auðvitað koma Krókurinn og Kibbi þarna líka sterkt inn. Eru ekki allir örugglega með einhverja þessara í hnýtingu eða þegar klárar í boxi?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com