Hádegi vatnaveiðinnar á ársvísu er væntanlega júlí. Þá er skordýraflóran í mestu stuði og fiskurinn étur eins og hann getur. Hádegi dagsins er aftur á móti sagt vera á milli kl.12 – 13 og þá vill nú stundum vera heldur lítið um að vera í veiðinni, eða hvað? Ég hef aldrei alveg skilið hvers vegna veiðimenn taka sér eða eru skyldaðir til að taka hádegishlé í veiði. Raunar væri réttara að kalla þetta nón-hlé í ýmsum ám því víða er hlé gert frá 14 – 16. En hvað um það, ég ætlaði ekki að skeggræða þetta út frá siðum og venjum manna, heldur atferli fiska.

Það er ekki víða sem því háttar þannig til að allur flötur vatns hitni það mikið að fiskurinn hægi svo stórkostlega á sér að öll veiði detti niður um hádegið. Jú, á ákveðnum tímapunkti kemur slaki í veiðina eftir að mesti æsingur morgunsins hefur gengið yfir og áður en rökkurveiðin hefst. En sjaldnast verður allt dautt og vel má finna staði í og við vötnin þar sem fiskurinn tekur enn af áfergju. Erlendis leita veiðimenn að fiski í skugga trjáa en hér heima verðum við víst frekar að leita að klettum eða stórum steinum sem skýla honum aðeins fyrir sólinni. Innstreymi í vatn er líka alltaf gjöfult, ekki síður á hádegið en í annan tíma. Á þessum stöðum má, þegar vel stendur á, sjá nokkurn fjölda fiska í hnapp.

Innstreymi
Innstreymi

Í þeim vötnum sem hitna eitthvað að ráði yfir hádaginn, þá er um að gera að koma agninu djúpt. Vatnið er kaldara á dýpi heldur en á grynningum og þangað gæti fiskurinn leitað, svona rétt á meðan hitastigið er óbærilegt fyrir hann. Uppsprettur og lindir í vötnum geta svo auðvitað svalað fiskinum á heitum dögum, rétt eins og þau ylja honum yfir köldustu mánuðina.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.