Öll þekkjum við það þegar gróðurinn á landinu fer að taka við sér á vorin og sólar tekur að njóta. Við njótum þessa einnig, annað hvort beint undir sólu eða með því að sjá gróðurinn grænka í kringum okkur. Það léttist á okkur brúnin.

En það er fleira sem nýtur sólar en augað sér. Vötnin okkar stunda s.k. varmanám, þ.e. ljóseindir úr sólarljósinu skella á rafeindum vatnssameindanna sem mynda vatnið og þær drekka í sig orkuna ljóssins, vatnið hitnar. Hlutfallslega er mest varmanám vatnsins í efsta metranum við yfirborðið. Þar nýtist u.þ.b. 50% sólarljóssins til upphitunar. Því dýpra sem leitað er niður í vatnið, því hægara verður varmanámið. Veiðimenn þekkja þennan efsta metra vatnanna sem annað gjöfulasta veiðisvæði þeirra. Hitt svæðið er botninn, e.t.v. gjöfulli vegna þess að þar tekur botngróðurinn til sín sólarljósið og bindur í lífrænni orku sem fóstrar síðan æti fyrir fiskinn. Við getum séð hvar varmanám er í góðum gír. Vatnið virðist blátt, því blárra því heilbrigðara.

Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á þetta varmanám og þar á meðal er skortur á sólarljósi. Það segir sig sjálft að þegar lítillar sólar nýtur við þá hlýna vötnin okkar ekki eins mikið fyrir vikið. Áhrif þessa ættu að vera augljós, vatnið er kaldara, plöntur og þörungar ná ekki að beisla sólarljósið og þar með verður heldur fátt um fína drætti í gróðri, skordýrum, fiskum og á endanum hjá veiðimanninum.

Það sem getur einnig orsakað lélegt varmanám er aur og ólífrænar agnir í vatninu sem ná að tvístra sýnilega ljósinu frá sólinni áður en rafeindir vatnssameindanna ná að beisla orkuna. Endurkast þessara vatna verður því oft gráleitt eða mjólkurlitað og er þannig vísbending til okkar um lélega framleiðni. Árstíðabundnar sveiflur í framburði til stöðuvatna er oft á tíðum af hinu góða. Framburður ber með sér næringu sem kemur lífríkinu til góða, en þegar framburður er viðvarandi, allt árið um kring, þá er úti um lífríkið.

Þekkt dæmi um ‚litað‘ vatn er t.d. Lagarfljót. Það hefur alltaf verið frekar skolað að sjá en samt tekið nokkrum breytingum eftir árstíðum. Þessar smávægilegu sveiflur dugðu hér áður fyrr til þessa að varmanám átti sér stað stóran hluta ársins og þannig viðhélst lífríkið. Nú er svo komið að vatnið er ekki lengur ‚litað‘ heldur hefur það tekið massífan lit af sífelldum framburði, sveiflurnar eru horfnar og lífríkið er á öru undanhaldi. Í þessu tilfelli getum við aðeins sjálfum okkur um kennt.

Það er mál manna að við Eyjafjallagosið 2010 hafi vötn á afréttum Suðurlands orðið fyrir áföllum vegna gosefna sem í þau barst. Hvort skammtímaáhrif þessa hafi orðið til þess að vatnshiti hafi lækkað þekki ég ekki, en reikna má með að langtímaáhrifin geti orðið nokkur. Það tekur alltaf einhvern tíma fyrir ösku að veðrast og verða að salla og það er einmitt þessi fíngerði salli sem á eftir að berast í vötnin okkar og hamla varmanámi þeirra á næstu árum. Við þessu getum við lítið gert, náttúran hefur sinn gang í þessu eins og svo mörgu öðru. E.t.v. verða aðrir umhverfisþættir til þess að draga úr skaðanum, ef hann verður þá nokkur.

Vantar sól?
Vantar sól?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.