Kælibox

Undantekningarlítið tek ég gamla góða kæliboxið með mér í veiðina, þetta einfalda fyrir kælikubbana. Það kemur sér ágætlega að geta sett vöðluskóna í boxið þegar lagt er af stað í stað þess að hafa þá lausa í skottinu. Það virðist vera alveg sama hvað maður lemur úr filtsólanum, það er alltaf einhver sandur eftir sem virðist sækja í teppið í skottinu. Þegar svo útivistinni er lokið ræðst það af efnum og aðstæðum hvað fer í boxið fyrir heimferðina. Ef lukkan er með í för fer fiskurinn í boxið, annars fara blautu vöðluskórnir einir og sér í boxið, þá losna ég við bleytuna í teppið því sjaldnast gefst tími til að þurrka skóna áður en haldið er heim á leið. Blönduð leið er auðvitað líka til í dæminu; skórnir og kannski nokkrir silunga, vafðir þétt í plastpoka eftir að gert hefur verið að þeim. Ekki er verra að vera með nokkra vel frosna gamaldags kælikubba með í för til að halda mögulegum afla í svala á leiðinni heim.

Gamla, góða kæliboxið
Gamla, góða kæliboxið

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com