Flýtileiðir

Vaninn

Hér á síðunni má eflaust finna einhverjar glaðbeittar yfirlýsingar um það að láta ekki vanan festa sig í sömu sporunum. Sumt af því getur eflaust flokkast sem réttlæting á eigin æðibunugangi eða óþolinmæði, en það má heldur ekki gleyma því að reynslan er formóðir vanans. Þegar maður er að koma í annað eða þriðja skiptið í ákveðið vatn, þá leitar maður ósjálfrátt í reynslu fyrri ferða(r) og gerir eitthvað svipað, þ.e. ef vel gekk í það skiptið.

Í sumar sem leið vorum við veiðifélagarnir á ferð uppi á heiðum í nánast sama veðri og á sama árstíma og fyrir tveimur árum síðan. Aðstæður voru sem sagt mjög sambærilegar, utan þess að við komum í þetta skiptið að vatninu þegar mikið klak var í gangi og töluverður hamagangur í bleikjunni á yfirborðinu þannig að þurrflugurnar fengu að njóta sín í þetta skiptið. En, þegar þurrflugan hafði sannað sig, héldum við á ‚staðinn okkar‘ við vatnið og svipuðumst eftir fiski. Jú, hann var þarna á sínum stað og alveg jafn djöfullegt að fá hann til töku. Kom þá að reynslunni; Watson‘s Fancy púpa með silfruðum kúluhaus. Þetta var flugan sem ég prófaði síðast og fékk fiskinn á botninum til að taka. Líf- og umhverfisleg áhrif höfðu ekkert að segja um þetta flugnaval, ég var á sínum tíma bara búinn að prófa flest allt úr boxinu án árangurs þegar kom að henni. Því var það að fyrsta fluga sem ég prófaði þarna í sumar var Watson‘s Fancy og ‚auðvitað‘ var tekið í fyrsta kasti og ekkert lát á tökum næstu tvo tímanna. Það var ekki fyrr en rót komst á fiskinn að við skiptum um flugur og náðum nokkrum til viðbótar á glannalega Nobblera.

Síðar um sumarið komum við aftur að þessu vatni og staðfestum enn eitt skiptið að reynslan af Watson‘s Fancy var ekkert eins- eða tvídæmi. Svona getur nú reynslan orðið að vana.

Sólsetur á heiðum
Sólsetur á heiðum

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com