Wax on….

Á sínum tíma sagði leiðbeinandinn við litla karate strákinn; Wax on, wax off en í þetta skiptið látum við vaxið liggja. Þegar hausta tekur, er lag að huga að græjunum eftir sumarið. Haustið er að mörgu leiti miklu betri tími til að standsetja græjurnar fyrir næsta sumar heldur en að vorið því þá er sprengurinn oft svo mikill að komast í fyrstu veiðina að menn gefa sér ekki tíma til að yfirfara græjurnar eins vel og menn ættu að gera.

Eitt af því sem veiðimenn sinna e.t.v. ekki sem skildi eru samsetningar stanganna. Með tíð og tíma víkka hólkarnir þannig að vatn og óhreinindi eiga greiðari leið inn að kjarna stangarinnar heldur en æskilegt er. Auðvitað ættu allir að gæta að samsetningunum á meðan veitt er, sumir segja á hverjum hálfum tíma í veiði, aðrir láta sér nægja að þrýsta stönginni saman í hvert skipti sem skipt er um flugu eða hugað að taum.

Þegar búið er að yfirfara stöngina; lykkjur og kork, er ekki út vegi að rjóða örlitlu vaxi á samsetningarnar. Venjulegt kertavax er alveg prýðilegt til þessara nota og það þarf alls ekki mikið, oft er minna betra. Vaxið þjónar tvíþættum tilgangi. Fyrir það fyrsta þéttir það samsetningu og svo kemur það í veg fyrir að stöngin ‚grói‘ saman eins og stundum vill gerast, vax á samsetningu hindrar þennan samgróning.

Flugustöng
Flugustöng

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.