Flýtileiðir

Flotefni

Ég var svolítinn tíma að sætta mig við það að fæstar þurrflugurnar mínar flutu einar og óstuddar. Til að byrja með voru þær flestar ekkert nema hástæðar votflugur sem ég gat í skásta falli veitt fjögur til fimm köst áður en þær beinlínis sóttu á botninn. Með tíð og tíma náði ég að fækka vöfunum með hnýtingarþráðinn og skerða efniviðinn eins og kostur var og þannig urðu þær léttari. Eftir sat að það var hreint ekki víst að þær flytu á vatnsfilmunni þegar til átti að taka.

Hughreystandi félagar á netinu stöppuðu í mig stálinu og bentu á ýmsar gerðir flotefna sem fengust í veiðivöruverslunum og gerðu næstum hverja klessu að þurrflugu. Efnin eru ýmiskonar og ansi mörg og auðvitað þótti hverjum sinn fugl fagur. Veiðifélagi minn lumaði t.d. á lítilli dollu af óræðu en rándýru kremi sem ég held að hafi samanstaðið að mestu úr vel hreinsuðu vaseline sem smurt var á fluguna og látið þorna í smá tíma.

Ray Bergman gaf lesendum bókar sinnar; Trout aftur á móti upp formúlu að flotefni á bls.168 sem hann notaði. Þar sem hann blandaði parafínolíu og bensíni saman í hlutföllunum 1:8 og notaði sem flotefni. Verð reyndar að játa að mér finnst ekki aðlaðandi að nýta bensín, toluene eða xylene (þynningarefni fyrir hnýtingarlakk) til þessara nota þar sem allt þetta er lyktarsterkt og hreint ekki umhverfisvænt í vatni, en kannski er það allt í lagi í litlu magni þegar mest af því gufað upp í fyrstu falsköstunum áður en flugan er lögð fram. Annars er aðferðin við að útbúa þetta flotefni frekar einföld; skafðu bara æskilegt magn utan af kertisstubb í krús og helltu þynningarefninu saman við í smáum skömmtum. Um leið og vaxið hefur leysts upp ert þú komin með flotefnið sem þú getur sett á lítinn brúsa. Gættu þess bara að nota ílát með góðu loki og umfram allt nógu víðum stút þannig að þú getir dýft flugunni í.

Forsíða Trout eftir Ray Bergman
Forsíða Trout eftir Ray Bergman

Ef þú hefur áhuga á samanburðartilraun Grant Holzworth á nokkrum flotefnum og lausn Ray Bergman,  þá getur þú lesið allt um hana hér.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com