Fiskilega séð varð ferð okkar hjóna í Langavatn í Borgarbyggð heldur snautleg, í það minnsta hjá mér. Frúin aftur á móti náði að jafna bleikjuveiði ársins; 121 fiskur hjá hvoru okkar. Bið lesendur að gefa því gaum að staðan er enn 27:18 fyrir mér þegar kemur að urriðanum.

Annars var þessi dags-skeppur okkar hjóna alveg hreint frábær. Síðasti séns að bleyta flugur í Langavatni þessa vertíðina og þar sem við höfum ekkert kíkt í vatnið þetta sumarið var afráðið að renna í haustlitaferð upp með Langá og reyna aðeins fyrir okkur við vatnið vestanvert. Einstaklega fallegt haustveður fylgdi okkur úr bænum og hélst allan daginn. Að vísu var heldur svalt, rétt slefaði í 4-7°C en ekkert út á það að setja þegar ull er höfð bæði innst og yst.

Ekki var frúin búinn að baða margar flugur þegar bleikja dagsins lét glepjast af Watson’s Fancy púpu (án kúluhauss). Ég aftur á móti varð þess heiðurs aðnjótandi að fá ekki eitt einasta högg, ekki eitt einasta nart og upplifði algjört áhugaleysi þeirra fiska sem mögulega voru á staðnum. Nú má hver sem er trúa eða ekki, en ég var fullkomlega sáttur við að fara heim með öngulinn í rassinum. Dagurinn frábær, umhverfið ægifagurt og ég svitnaði eins og hundur innan undir allri ullinni um leið og ég hreyfði mig eitthvað.

Nú verður veðrið aðeins að fá að stjórna næstu mögulegu för, því enn eru 10 dagar eftir af tímabilinu í nokkrum vötnum og ef spáin versnar ekki, þá er alltaf möguleiki á einum skrepp í viðbót.

Langavatn 20.sept. - Ljósm.ÞBP
Langavatn 20.sept. – Ljósm.ÞBP

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 121 / 121 / 0 18 / 27 23 / 25

Ummæli

21.09.2014Já staðan er 27 -18. En eru hennar fiskar ekki miklu fallegri ?

Svar: Hverjum þykir sinn fugl (hvað þá urriði) fagur 🙂 Við skulum spyrja að leikslokum, það er langt því frá að vertíðinni sé lokið og oft hefur frúin verið sterkari á endaspettinum heldur en ég.

21.09.2014 – Þórunn BjörkJá og þá verður hugsanlega hægt að jafna urriðatalið…. eða vonandi minnka munin. (minnir eins og ég hafi einhverntímann farið fram á endurtalningu?) Það var þó ekki engöngu eitt stk. bleikja sem var með í för heim. Þetta var sannkölluð búdgrýgindaferð því, einiber, fjallagrös og nokkur kíló af krækiberjum þyngdu farangur á heimleið. Dásamlegur dagur þar sem aðeins heyrðist tvisvar ámátlega í himbrimanum, annars réð þögnin ríkjum. Nauðsynlegt eftir allan skarkalan sífellt í mannabyggðum.

Svar: Hvað er þetta kona, endurtalning, endurtalning! Sama svar og síðast+ hér teljum við ekki endur.

21.09.2014 – Þórunn BjörkJú takk fyrir. Kunni ekki við að taka það fram, en mínir fiskar eru vitanlega muuuuuun fegurri en hans, þeir eru líka; stærri, veiddir með fallegri köstum, á fallegri flugur og að sjálfsögðu af fallegri veiðimanni (en það segir sig nú hérumbil sjálft) ….já, og svo má ekki gleyma hógværari …miklu, miklu hógværari.

06.10.2014 – Stefán B. Hjaltested: Fagnar hver þá fengið er.!!!! Með sporðakveðju.

4 Athugasemdir

  1. Já og þá verður hugsanlega hægt að jafna urriðatalið…. eða vonandi minnka munin. (minnir eins og ég hafi einhverntímann farið fram á endurtalningu?) Það var þó ekki engöngu eitt stk. bleikja sem var með í för heim. Þetta var sannkölluð búdgrýgindaferð því, einiber, fjallagrös og nokkur kíló af krækiberjum þyngdu farnagur á heimleið. Dásamlegur dagur þar sem aðeins heyrðist tvisvar ámátlega í himbrimanum, annars réð þögnin ríkjum. Nauðsynlegt eftir allan skarkalan sífellt í mannabyggðum.

  2. Jú takk fyrir. Kunni ekki við að taka það fram, en mínir fiskar eru vitanlega muuuuuun fegurri en hans, þeir eru líka; stærri, veiddir með fallegri köstum, á fallegri flugur og að sjálfsögðu af fallegri veiðimanni (en það segir sig nú hérumbil sjálft) ….já, og svo má ekki gleyma hógværari …miklu, miklu hógværari.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.