Framvötn 23. ágúst

Lái okkur hver sem vill, Framvötnin kölluðu enn og aftur á okkur hjónin á föstudaginn. Veðurspáin var reyndar í svalara lagi, en þá getur maður jú alltaf lagt land undir fót og prófað eitthvað nýtt. Fyrir valinu varð að prófa tvö vötn sem enn voru óreynd; Lifrarfjallavatn upp af Dómadal og Blautaver norðan Ljótapolls.

Dómadalsvatn
Dómadalsvatn

Til að byrja með er rétt að nefna að vatnsborð Dómadalsvatns hefur lækkað verulega síðustu vikur. Meira að segja svo að vel má sjá hvar dýpið tekur við af grynningunum. Að sjá þessi skil kemur sér vel fyrir næsta ár því loftmyndir hafa hingað til ekki sýnt þessi skil nægjanlega vel að mínu mati.

Spölurinn upp að Lifrarfjallavatni er töluvert á fótinn og fyrsti parturinn ekki sá auðveldasti. Brekkan upp frá bílastæðinu við Dómadalsvatn er nokkuð brött en versti partur hennar er ofarlega; laus möl á sorfinni klöpp þannig að festa undir sléttum vöðluskóm er ekki mikil. Þegar upp á Dómadalsháls er komið taka ávalar brekkur við þar til komið er að Lifrarfjallavatni sem liggur í skál við rætur Lifrarfjalla.

Lifrafjallavatn séð af Dómadalshálsi
Lifrarfjallavatn séð af Dómadalshálsi

Þar sem þetta var fyrsta ferð okkar hjóna að vatninu getum við lítið annað en dregið ályktanir af ummerkjum og þannig sagt að yfirborð vatnsins hefur trúlega lækkað frá efstu stöðu um 1,5 metra í sumar. Auðvitað ætti þá að vera auðveldara að ná til fiskjarins sem þarna leynist, sérstaklega sé tekið mið af sérlega flötum botinum sem stóð nú á þurru (til vinstri á myndinni hér að ofan). Við komum okkur fyrir á álitlegum stað og ég varð fljótlega var við fisk. Sögur segja að oft sé hann mjög tregur en það liðu nú ekki margar mínútur þar til fyrsti fiskur var kominn á land og fljótlega tveir til viðbótar. Á meðan frúin reyndi að ná #2 lagði ég land undir fót og kannaði vesturbakka vatnsins og þá sérstaklega vísbendingar um eitthvert æti sem fiskurinn hefði úr að spila, án árangurs. Mér er enn hulin ráðgáta hvað urriðinn var að éta þarna í vatninu, þeir fiskar sem við tókum voru fullir af óræðu gumsi og lítið á því að græða. En mikið var holdið í þeim fallegt, rósrautt/bleikt, stinnt og fallegt. Þau eru ekki mörg vötnina sem hafa gefið okkur svona fallega fiska.

Lifrafjöll
Lifrarfjöll

Það er satt að það er fallegt undir Lifrarfjöllum en persónulega finnst mér umhverfi Sauðleysuvatns fallegra. Á móti kemur að bleikjukóð Sauðleysu er eitt og sér eiginlega nóg til að skemma heildarmyndina. En það er sannanlega vel þess virði að staulast yfir hálsinn að Lifrarfjallavatni en farið varlega á leiðinni til baka, hér talar maður af slæmri reynslu. Það er ekki erfitt að missa fótanna efst í brekkunni ofan við Dómadalsvatn. Að vísu skemmdist ekkert eða rifnaði, en hér á mánudegi eftir byltuna er ég frá vinnu og eins og ég hafi elst um nokkur ár yfir helgina.

Eftir stuttan stanz við Frostastaði þar sem við fengum okkur bita, héldum við áfram för að Blautaveri, öðru vatni innan Framvatna sem við áttum eftir að kynnast.

Blautaver
Blautaver

Nokkuð misjöfnum sögum hefur farið af Blautaveri síðustu ár. Einhverjir hafa gert góða veiði á meðan aðrir hafa eingöngu sett í titti. Ég tilheyri þeim síðarnefndu, frúin situr enn eftir í hópi þeirra sem ekkert hafa fengið. Ég setti í þrjá fiska, náði tveimur þeirra að landi þannig að ég gat sleppt þeim aftur, missti einn (sem var auðvitað miklu stærri) áður en ég þurfti að losa fluguna úr honum.

Að lokum röltum við inn í hraunið við Frostastaðavatn og nældum í örfáar bleikjur í matinn, ekki veitti nú af. Heilt á litið held ég að þetta hafi verið einhver skemmtilegasta ferð okkar hjóna í Framvötnin í sumar; ný vötn, frábært umhverfi og dásamlegt veður. Fjöldi fiska er alls ekki allt.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 4 120 / 121 / 5 17 / 27 21 / 27

Eitt svar við “Framvötn 23. ágúst”

  1. Lifrarfjallavatn | FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

    […] Af Framvötnunum er það helst að frétta að Lifrarfjallavatn er komið inn á síðuna undir Framvötn og Vötnin. Raunar hef ég aðeins farið einu sinni í þetta vatn til veiða en um þá ferð má lesa hér. […]

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com