Kunnugir vita að mér hefur aldrei tekist að særa fisk upp úr Hólmsá, þ.e. þeirri sem skiptist í Bugðu og Suðurá. Engu að síður finnst mér alltaf skemmtilegt að nota ánna til æfinga og sjálfsagt að reyna sig við straumvatnið annars lagið. Við hjónin skruppum upp fyrir Gunnarshólma í blíðunni eftir kvöldmat eftir að hafa virt kuldalegar gárurnar á Helluvatni fyrir okkur um stund. Ég veðjaði reyndar á að tré og runnar við Hólmsá mundu veita eitthvert skjól fyrir norðan gjólunni, en það reyndist takmarkað. Við komum okkur fyrir við bugðuna rétt neðan brúarinnar inn að Elliðakoti þar sem ég þóttist sjá til fiskjar á breiðunni.
Árangurslaust reyndi ég fyrir mér í smá tíma en vék síðan fyrir frúnni þar sem hún kom röltandi með þurrfluguna sína á taumi. Ekki var að spyrja að því að í fyrsta kasti út á breiðuna tók þessi líka fína bleikja með látum hjá henni. Naum taka en á land náðist 1,5 punda vel haldin hryggna og ég bölvaði að vera ekki með þurrfluguboxið mitt með mér. Fyrsti fiskur frúarinnar í ánni og ég er enn fisklaus á þessum slóðum.
Veiðitölur ársins
Bleikjur í ferð | Bleikjur alls | Urriðar í ferð | Urriðar alls | Fj.ferða |
---|---|---|---|---|
1 / 0 | 115 / 117 | 0 / 0 | 16 / 22 | 20 / 26 |
Ummæli
21.08.2014 – Þórarinn ‘Silungsveidi.is‘: Já, það er eitthvað dularfullt afl sem dregur mann aftur og aftur að Hólmsánni, jafnvel þó maður veiði ekki neitt. Ef Elliðavatn er háskóli vatnaveiðinnar er Hólmsáin háskóli árveiðinnar.
Ég verð að fara að drífa mig þarna upp eftir áður en veiðitímabilið er á enda.
Mér hefur stundum dottið i hug að prófa þarna Tenkara græjur en á móti, þá eru þær bara fyrir smáfisk en samt gæti verið sniðugt að vera með svona langa stöng og láta fluguna detta ofan á vatnið.
Svar: Já, satt segir þú Þórarinn. Ég er farinn að trúa þessum með laumu-veiði við Hólmsánna, en alltaf reynir maður aftur og aftur.
Já, það er eitthvað dularfullt afl sem dregur mann aftur og aftur að Hólmsánni, jafnvel þó maður veiði ekki neitt. Ef Elliðavatn er háskóli vatnaveiðinnar er Hólmsáin háskóli árveiðinnar.
Ég verð að fara að drífa mig þarna upp eftir áður en veiðitímabilið er á enda.
Mér hefur stundum dottið i hug að prófa þarna Tenkara græjur en á móti, þá eru þær bara fyrir smáfisk en samt gæti verið sniðugt að vera með svona langa stöng og láta fluguna detta ofan á vatnið.