Veðurspár eru afstæðar, það er mín upplifun. Eigum við eitthvað að ræða veðurspá helgarinnar fyrir Veiðivatnahraun, Vatnsfell og Búrfell? Heilt yfir snérust þær um vind, vind og kulda. Þetta eru spástöðvarnar sem við hjónin horfðum til á laugardaginn fyrir vötnin sunnan Tungnaá, Framvötnin. Upp úr hádeginu á laugardag létum við allar spár lönd og leið, bókuðum tvö svefnpokapláss við Landmannahelli, tróðum veiðidótinu í bílinn og keyrðum austur.

Jú, eitthvað blés hann af norðri, en ekkert í líkingu við það sem veðurspáin sagði. Við létum reyna á Herbjarnarfellsvatn um kvöldið og uppskárum sitt hvorn pundarann á móti vindi og glæsilegu sjónarspili kvöldsólarinnar á fjöllum og ásum í norð-austri.

Við Herbjarnarfellsvatn
Við Herbjarnarfellsvatn

Sunnudagsmorguninn reif okkur framúr með sólskini og smá golu af norðri. Eftir staðgóðan morgunverð var haldið í Frostastaðavatn að norðan. Ég verð að játa að ég gerði ekki ráð fyrir miklum afla á þeim slóðum, en mikið hafði ég nú rangt fyrir mér. Við fikruðum okkur hægt og rólega til austurs við norðurendann þar til við lentum í tökum, endalausum tökum. Fram af hrauninu höfðu bleikjurnar greinilega fundið nokkrar víkur á botninum þar sem nóg var af æti og þar tóku þær grimmt.

Nú er rétt að vara viðkvæma hófsemdarmenn við þeim lýsingum sem hér fara á eftir. Á þeim 4-5 klst. sem við eyddum við vatnið með einu matarhléi, komu 84 bleikjur á land sem vógu samtals 27 kg. Meðal þyngd þeirra var því 313 gr. Af þessum skrifast 25 stk. á grisjun vegna smæðar en flestar voru rétt innan við pundið en nokkrar 1,5 – 2 pund þó.

Miðað við síðustu ferð okkar hjóna í Framvötnin, dagana 29. til 31. júlí og þann afla sem við bárum heim þá, er ekki nema von að einhverjum detti í hug orð eins og ‚græðgi‘ ‚hömluleysi‘ og þar fram eftir götunum. Á mörgum stöðum ættu þessi orð við, en í mínum huga eiga þau ekki við í Framvötnum þar sem stofnar bleikju hafa fengið að stækka hömlulaust síðustu árin, svo mikið að ákveðin vötn eru beinlínis ónýt sökum smábleikju á þeim slóðum. Þó ástundun stangveiðimanna hafi í raun sára lítið að segja um stóru myndina hvað varðar grisjun ofsetinna vatna, þá hjálpar allt til. Auðvitað kitlar samt að skoða veiðitölur Framvatna frá því í fyrra (sjá hér). Með þeim tveimur urriðum sem við náðum í Herbjarnarfellsvatni, þá erum við búinn að tvöfalda veiðina þar frá því í fyrra. Með báðum okkar ferðum í Frostastaðavatn í ár, þá erum við komin með 36% af heildarafla vatnsins í fyrra. Mér er til efs að veiðimenn hafi skilað veiðiskýrslum í fyrra eins og vera ber.

Blautaver - Horft til norðurs
Blautaver – Horft til norðurs

Að endingu renndum við hjónin inn fyrir Ljótapoll og skyggndumst yfir Blautuver í átt til Veiðivatna. Enn eigum við eftir að prófa Verin, það bíður betri tíma. Það er nægur tími til stefnu, ef ekki fyrir 20.sept. þá kemur annað sumar eftir þetta.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 39 / 45 114 / 117 / 1 16 / 22 19 / 25

Ummæli

18.08.2014 – Siggi Kr.Hvílík græðgi og hömluleysi… hjá bleikjunum í Frostastaðavatni 🙂 Sérdeilis glæsilegur túr sem þið hafið gert þarna og ekki laust við að maður öfundi ykkur smá. Hef sjálfur ekkert farið í Framvötnin þó það hafi verið á dagskrá í mörg ár en það er víst að þegar loks kemur að því máttu búast við beiðni um allskonar upplýsingar um þetta svæði (vötn, flugur,taktík o.fl.). Kv. Siggi Kr.

Svar: Ekki máli Siggi, við tökum umræðu um þetta í vetur í Árósum 🙂

One comment

  1. Hvílík græðgi og hömluleysi… hjá bleikjunum í Frostastaðavatni 🙂 Sérdeilis glæsilegur túr sem þið hafið gert þarna og ekki laust við að maður öfundi ykkur smá. Hef sjálfur ekkert farið í Framvötnin þó það hafi verið á dagskrá í mörg ár en það er víst að þegar loks kemur að því máttu búast við beiðni um allskonar upplýsingar um þetta svæði (vötn, flugur,taktík o.fl.).
    Kv.
    Siggi Kr.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.