Hann er mikill máttur þess hvernig menn lýsa veiðinni. Í morgun leit ég sem snöggvast á veðurlýsingar í grennd og tók þær svo nærri mér að ég varð svipaður veðrinu í framan, heldur þungbúinn. En, eftir hvatningu frá öðrum veiðimanni og lokkandi tilboði um heitt á könnunni frá vinnufélaga mínum uppi í Kjós, ákvað ég að renna í Meðalfellsvatnið. Eitthvað rættist heldur úr veðrinu á meðan ég renndi upp eftir og enn betra varð veðrið á meðan ég renndi úr tveimur kaffibollum á bökkum Meðalfellsvatns. Heilmikið líf á vatninu, fiskur að taka flugu á yfirborðinu og töluvert rót á honum við innstreymi Grjótár. Ég aftur á móti náði ekki nema einni smá töku áður en skyndilega dró ský fyrir sólu og stinningskaldi læddist yfir vatnið og þar með var allt merki um líf búið. Fiskurinn hætti að taka og gáran skóflaðist yfir vatnið þannig að ég pakkaði saman og stefndi annað. Eflaust hefur fiskurinn komið aftur til upp úr hádeginu, en ég nennti bara ekki að bíða eftir honum.

Ég lagði því land undir fót og færði mig nokkuð hressilega til og fór í vatn sem sjaldan hefur brugðist. Og ekki brást það heldur í dag. Það eru nokkrar flugur sem fiskurinn virðist alltaf taka í þessu vatni en í þetta skiptið ákvað ég að láta þær allar vera til að byrja með, reyna eitthvað nýtt. Þolinmæði er ekki endilega einn minna kosta og þegar ég var búinn að prófa einhverjar 4-5 flugur, brast múrinn og ég tók fram Orange Nobbler, eiginlega Orange Dýrbít. Og viti menn, auðvitað var tekið í fyrsta kasti langt úti í vatninu á töluverðu dýpi (var nefnilega að prófa nýlega intermediate línu). Eftir hetjulega baráttu þar sem tekið var reglulega út af hjólinu án þess að ég sæi fiskinn, náði ég að landa einum 2 pundara urriða.

Afli dagsins
Afli dagsins

Aftur greip þessi kergja um sig og ég tók til við að prófa aðrar flugur, án árangurs. Eftir svo sem klukkustund brast þolinmæðin enn á ný og ég setti Orange Nobbler undir. Já, og auðvitað kom annar tæplega tvö pund á hjá mér. Sá var af einhverjum öðrum stofni heldur en sá fyrri því hann fór í loftstökkum 3-4 metra í einu eftir vatnsfletinum nokkuð ítrekað þannig að ég átti fullt í fangi með að halda honum. Að endingu náði ég þó að kom honum í háfinn og nú eru þeir félagar báðir komnir í frystinn hjá mér og bíða reykingar. Flottur dagur og sumarið komið. Næsta ferð? Tja, ætli Framvötnin séu ekki á dagskrá í næstu viku.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 16 / 11 / 2 15 / 20 16 / 22

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.