Veðurguðirnir léku við okkur hjónin og félaga þegar við renndum í hlað að Lækjamótum, veiðihúsinu við Minni-Vallalæk í Holtum í gær. Smá andvari og kannski rúmlega það af suð-austri, ekki of bjart en hlýtt og frábært veður. Þannig var nefnilega að okkur hafði verið boðið í lækinn hálfan/hálfan af Mistur og auðvitað þáðum við boðið, maður slær nú ekki hendi á móti svona boði.

Eftir að hafa farið örlítið yfir veiðibókina, staðsetningar athugaðar og hvaða flugur höfðu verið að gefa, ákváðum við að reyna fyrir okkur frá Húsabreiðu og niður að Stöðvarhyl til að byrja með. Einhver fiskur var á ferðinni á milli svæða og svo voru tveir matvandir rétt ofan við Stöðvarhyl sem vildu ekkert sem ég bauð þeim. Hvort einhver var við í Stöðvarhylnum sjálfum er ekki gott að segja, í það minnsta varð enginn okkar var á þeim slóðum. Þegar fullreynt þótti að ekki fengist fiskur af þessum svæðum, brugðum við hjónin okkur á svæðið frá Djúphyl og að Arnarhólsbreiðu. Á breiðunni tókst mér að særa upp einn 20 og síðan annan 5 í Arnarhólsflúðinni. Nei, ég er hvorki að mæla þessi kvikindi í kílóum né pundum, þetta eru sentímetrar.

Eftir hressilegan kvöldverð reyndum við fyrir okkur í einstakri kvöldkyrrðinni alveg frá Húsabreiðu og niður fyrir Brúarstreng. Frúin glímdi nokkra stund við einn sem sýndi sig töluvert í Brúarstreng, en án árangurs. Það hefði verið skemmtilegt að sjá þann fisk á flugu því röstin sem ég sá eftir hann var allsvakaleg.

Minni-Vallalækur
Minni-Vallalækur

Í morgun byrjuðum við síðan á því að kanna svæðið ofan og neðan við Brúarlund í blíðunni. Það verður ekki af þessu svæði skafið hve fallegt það er og margir veiðilegir staðir, en því miður sáum við ekki einn einasta fisk. Ef til vill sáu fiskarnir okkur á undan og höfðu rænu á að forða sér. Þegar morgunvaktin var c.a. hálfnuð ákváðum við að renna á kunnuglegar slóðir, Arnarhól og reyna fyrir okkur þar. Það fór svo að frúin setti í tvo; 20 og 30 (enn talið í sentímetrum) á þurrflugu rétt ofan við brotið við Arnarhólsflúð. Skemmtilegar tökur og mín ekkert smá ánægð með Black Gnat #18.

Sem sagt, þrátt fyrir að mælieiningin hefði mátt vera önnur á þessum fiskum okkar, þá fórum við miklu meira en ánægð heim úr Minni-Vallalæk. Þetta er frábært svæði, góður aðbúnaður og skemmtilegur félagsskapur og ekki skemmdi veðrið fyrir. Takk fyrir okkur, Mistur.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 16 / 11 / 2 15 / 18 16 / 21

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.