Formlega var þetta fyrsta ferð mín í Hlíðarvatn í Selvogi, sem Ármaður. Við hjónin eru lukkunnar pamfílar, svo ekki verður nú meira sagt. Við eigum frábæra veiðifélaga, bæði tvö og svo eigum við hreint út sagt frábæra sameiginlega vini og kunningja. Einn þeirra, Stefán Hjaltested bauð í Hlíðarvatnið í gær / dag og auðvitað þáðum við boðið og vorum mætt á þennan dásamlega stað rétt um kvöldmatarleitið í gær. Þokkalegasta veður, léttur austanstæður andvari a’la Hlíðarvatn með örlítilli vætu og hitinn vel yfir 10°C.

Við vorum svo sem ekkert að þeytast út, né suður, heldur fórum beinustu leið í Botnavík. Ég held það hafi verið strax í öðru eða þriðja kasti hjá frúnni að harkalega var tekið í fluguna, en svo ekki söguna meir. Ég aftur á móti prófaði ýmsar þekktar og viðurkenndar flugur áður en Higa’s SOS fór undir og fljótlega rann þessi líka fína 38 sm. bleikja á færið og skömmu síðar önnur 48 sm. á sömu flugu. Góð byrjun og maður smaug þreyttur, en ánægður í bólið laust eftir miðnættið.

Eftir að ég hafði rifað annað augað á ská út yfir vatnið í morgun, ákvað ég einfaldlega að snúa mér á hina hliðina og kúra af mér rigninguna sem grúfði yfir. Eftir að meistari Stefán hafði rifið okkur fram úr og við stungið úr nokkrum kaffibollum og kjaftar hvert annað í kaf, hafði Hlíðarvatnið náð að rífa af sér dumbunginn svo okkur var ekki lengur til setunnar boðið. Botnavík, Fóellutjörn og Skollapollar, allt var þetta prófað án þess að fiskur kæmi á land. Trúlega var ég næstur því að ná fiski, setti tvisvar í mjög þokkalegar bleikjur út frá Skollapollum en náði ekki að koma þeim í netið. Báðar tóku Peacock svo naumt að ekki varð haldið.

Það var svo ekki fyrr en undir hættumál að frúin setti í þessa líka fínu 44 sm. bleikju á Mölinni, rétt áður en flóðgáttir himinns opnuðustu svo um munaði. Ánægjulegur endir á skemmtilegri og afslappandi ferð. Takk fyrir okkur, Stefán, Ármenn og Hlíðarvatn.

Kvöldvaktin
Afrakstur kvöldvaktarinnar

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 2 / 6 / 0 5 / 11 12 / 17

Ummæli

26.06.2014 – Þórunn Björk:  Mér finnst þessar lokatölur samt eitthvað svoooo furðulegar! Getur verið að það sé rangt talið- er hægt að fara fram á endurtalningu? …er ég bara komin með ….xyz og %&/ fiska? dem!

Svar: Ég vísa öllum dylgjum um misferli í talningu á bug, og nei….. hér verður ekki talið aftur þótt einhver sé óánægður með útkomuna, ekki frekar en í kosningum til Alþingis eða sveitastjórna. Ég er með 100% nýtingu veiðiferða, 17 fiskar í jafn mörgum ferðum, þú ert einfaldlega með 1/2 fisk í ferð. Masa minna, veiða meira. P.S. takk fyrir daginn við Hlíðarvatn, veiðifélagi góður.

1 Athugasemd

  1. Mér finnst þessar lokatölur samt eitthvað svoooo furðulegar! Getur verið að það sé rangt talið- er hægt að fara fram á endurtalningu? …er ég bara komin með ….xyz og %&/ fiska? dem!

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.