Undantekningin sannar regluna; Sjaldan er ein bleikjan stök. Við hjónin stukkum á glufuna sem myndaðist í yfirvinnunni hjá mér, settum kvöldmat snemma á borð, gúffuðum í okkur og stungum af á Þingvöll. Þokkalegt veður, SSV átt 4-5 m/sek., þoka en hlýtt. Af gefinni reynslu var ákveðið að byrja í Nesi þar sem frúin fékk murtu-nart, ég ekkert.
Færðum okkur eftir nokkra stund yfir í Vatnskotið vestanvert og komum okkur fyrir úti í Vatnsvíkurhólmanum þar sem mér tókst að krækja í eina bleikju í matfiskstærð og eina murtu. Annað varð svo sem ekki til frásagnar um þessa ferð okkar. Engin mynd, nema sú sem Þingvellir stimpluðu inn í huga minn þetta kvöld, rólegheit.
Veiðitölur ársins
Bleikjur í ferð | Bleikjur alls | Urriðar í ferð | Urriðar alls | Fj.ferða |
---|---|---|---|---|
0 / 1 | 0 / 4 | 0 / 0 | 5 / 11 | 11 / 16 |