Flottur dagur í nágrenninu í dag. Svo skemmtilega vildi til að þegar við hjónin mættum þar nokkru eftir hádegið, var þar mættur vinnufélagi minn ásamt afsprengi. Þeir feðgar reyndu mest fyrir sér með maðk og uppskáru einn urriða í soðið. Við hjónin vorum aftur á móti eins og endranær á flugunni og reyndum ýmsar tegundir áður en tæpur tveggja pundari lét glepjast af stuttum rauðum Nobbler. Þar sem frúin var ekki með neinn slíkan haldbæran skipti hún yfir í Orange Nobbler, sem ekki virtist koma að sök þar sem hún setti stuttu síðar í einn sem slagaði í pundið.

Rétt áður en við tókum okkur kaffipásu setti frúin síðan í annan sem náði tveimur pundum. Eftir pásu setti ég síðan í einn sem náði hálfu öðru pundi, frúin missti einn og ég þrjá. Þegar kvöldkulið setti að okkur, tókum við okkur upp og héldum heim á leið, sæl og ánægð með prýðilegan dag. Takk fyrir okkur, Halla.

Einn á hjá frúnni
Einn á hjá frúnni

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 0 2 5 / 11 10 / 14

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.