Ekki var nú blíðan að flækjast fyrir manni um helgina, en um leið og vind lægði aðeins í gær ákváðum við hjónina að skjótast í Kjósina rétt um kvöldmatarleitið. Meðalfellsvatnið tók á móti okkur í þokkalegasta veðri, örfáir dropar og hægur vindur úr ýmsum áttum.

Við röltum aðeins inn með vatninu að sunnan til að byrja með. Í þriðja kasti með nýju #5 stöngina setti frúin í bleikju sem stóð í þeirri trú að hún væri skilgetið afkvæmi flugfisks. Eftir nokkur hressileg stökk, þar sem bleikja afhjúpaði smágert vaxtarlag sitt þurfti frúin ekkert að hafa fyrir því að losa þann tittinn af. Grönn taka og ágætt að fiskurinn losaði sig sjálfur af. Ekki leið þó langur tími þar til frúin setti í þokkalegan urriða og það var ekki annað að sjá en frúnni þætti gaman að eiga við hann með nýju stönginni. Sjálfur setti ég í einn urriða sem tók Higa’s SOS en ég varð að hafa fyrir því að losa hann og skila honum aftur í ætið. Hann verður e.t.v. orðinn að matfisk síðar í sumar.

Frekar var nú rólegt þarna undir hlíðinni, þannig að við færðum okkur að ósum Sandár sem beljaði niður í vatnið. Góðar leysingar greinilega í gangi þarna fyrir ofan. Fyrstu köst okkar hjóna skiluðu strax narti, en engum tökum. Rétt í þá mund að konan hafði gengið frá stönginni tókst mér að setja í þokkalegan urriða á rauðan Nobbler. Þeim var ekki sleppt og bíður hann nú eftir plássi á grillinu.

Úr Meðalfellsvatni
Úr Meðalfellsvatni

Tvennt kom okkur hjónum á óvart í gærkvöldi. Fyrra var hve hækkað hefur í vatninu síðustu daga með síðbúnum leysingum. Ég er ekki frá því að yfirborðið sé einhverjum 30 sm. hærra en það var 1.apríl. Hið síðara er dræm aðsókn í vatnið þetta fallega kvöld. Kannski hafa veiðimenn bara verið svona úrvinda eftir kosningavökur.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 0 2 1 / 7 8 / 12

Ummæli

07.06.2014 – UrriðiFlott. Hvernig stöng er nýja fimman?

Svar: Takk, löngu kominn tími til að taka fisk með sér heim. Ég gaf frúnni JOAKIM’S 9′ ELP stöng sem hún féll alveg kylliflöt fyrir eftir að hafa prófað á Miklatúni nýlega. Mjög skemmtileg stöng á fínum díl hjá þeim félögum. IM12 grafít eins og gerist í þeim bestu og flottur frágangur.

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.