Það greip mig einhver óeirð seinni part dags sem jókst umtalsvert rétt eftir kvöldmat þannig að ég stakk af upp í Heiðmörk. Að vísu var veðrið ekki neitt sérstakt og ekki mikils fisks að vænta eins hressilega og hann blés, en af stað fór ég og gat slátrað tæpum tveimur tímum í rokinu við Helluvatn austanvert.
Ég þóttist vera austastur allra í vatninu, en komst svo að því að vatnið virðist ná miklu lengra í austur en mig grunaði. Hefðu þeir aðeins verið einn eða tveir, þá hefði ég væntanlega bent þessum góðu mönnum á að veiði í Suðurá er óheimil skv. reglum. En, þar sem þeir voru í það minnsta fjórir (þóttist telja sex á tíma) þá lét ég það eiga sig að ramba á milli þeirra og leiðrétta áttavillu þeirra. Finnst það samt alltaf svolítið leiðinlegt þegar veiðimenn geta ekki virt veiðisvæði.

Veiðitölur ársins
Bleikjur í ferð | Bleikjur alls | Urriðar í ferð | Urriðar alls | Fj.ferða |
---|---|---|---|---|
0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 2 | 4 / 7 |
Ummæli
13.05.2014 – Þórarinn: Tja, hvar endar vatnið og áin tekur við. Ég hefði veitt þarna sjálfur í þeirri trú að ég væri að veiða á löglegum stað. Ég hefði líklega farið upp að brú og talið mig í fullum rétti. Gaman væri ef einhver sem þekkir þetta getur sagt um hvar menn mega veiða og hvar ekki því mér finnst það alls ekki vera á hreinu.
Kveðja, Þórarinn
PS. Takk fyrir skemmtilegan vef, ég hef oft haft þá ánægju að lesa hann þó ég hafi ekki skilið eftir svar fyrr.
Svar: Já, þessi spurning hefur kom nokkuð hressilega fyrir á Fésbókinni þegar ég birti þessa grein. Ég veit að það er fyrirspurn í gangi til OR / Veiðifélagsins um veiðimörkin og ég mun pósta svarið um leið og það best. Eflaust margir sem líkt er farið og þér.
Tja, hvar endar vatnið og áin tekur við. Ég hefði veitt þarna sjálfur í þeirri trú að ég væri að veiða á löglegum stað. Ég hefði líklega farið upp að brú og talið mig í fullum rétti. Gaman væri ef einhver sem þekkir þetta getur sagt um hvar menn mega veiða og hvar ekki því mér finnst það alls ekki vera á hreinu.
Kveðja,
Þórarinn
PS.Takk fyrir skemmtilegan vef, ég hef oft haft þá ánægju að lesa hann þó ég hafi ekki skilið eftir svar fyrr.