Hann er oft vandrataður vegur hófsemdarinnar og það á við um ýmislegt veiðitengt þessa dagana. Það hefur tíðkast löngu fyrir tíð Jesús Kr. Jósepssonar að fórnað sé saklausum lömbum um páskana og væntanlega hafa þau ekki öll verið sátt við það sbr. þessa frétt á Vísi. Húsfreyjur ríkisjarða ausa úr viskubrunni sínum um urriðasleppingar í Þingvallavatni og krydda lýsingar sínar á veiðimönnum með nokkuð hressilegum athugasemdum og gífuryrðum, örfáar alhæfingar hér á ferð. Veiðimenn og náttúruunnendur svara síðan fullum hálsi og láta vanþóknun sína í ljós á samfélagsmiðlum, sumir hressilegar en aðrir. Svo eru þeir sem hafa til þess burði að víkja tilfinningum til hliðar og nálgast málið út frá rannsóknum og eigin reynslu eins og Jóhannes Sturlaugsson í grein sinni á Laxfiskar.is

Því er nú sjaldnast þannig farið að allir hafi 100% rétt fyrir sér og finna má sannleikskorn í öllu, sama hversu ótrúlegt sumt virðist vera. Sjálfur hef ég ekki trú á að margir, ef þá nokkrir 35 punda urriðar liggir dauðir á botni Þingvallavatns, nema þá þeir sem hafa til þess aldur og hafa drepist í hárri elli. Eins finnst mér ólíklegt að margir liggir þeir dauðir með svöðusár eftir fluguveiði frístundaveiðimanna. En hitt er svo annað mál að sumir geta drepist eftir sleppingar sé óvarlega á þeim tekið við VMS (veiða – mynda – sleppa) og sjálfsagt mál að menn athugi hvernig þeir taka á fiskinum og hve lengi. Það eru til margar, ágætar og vel studdar rökum, greinarnar á netinu um meðhöndlun fisks, þar á meðal þessi frá Bish & Fish sem vert er að lesa.

Tökum okkur tak, en höfum það laust, og leyfum urriðanum á Þingvöllum að njóta vafans í öllu vatninu eins og Halldór Gunnarsson gerir á þessari mynd í frétt á vef Veiðikortsins, fagmennska hér á ferðinni.

Af vef Veiðikortsins
Af vef Veiðikortsins

Ummæli

05.05.2014 – Halldór GunnarssonFlott grein og takk fyrir fögur orð um kallinn 🙂

Svar: Takk fyrir og sömuleiðis Halldór. Þeir eiga hrós skilið sem veiða eins og menn og bera virðingu fyrir fiskinum. Ég hvet alla til að fylgjast með bloggi Halldórs, http://veidiflugan.wordpress.com/ þar sem kennir ýmissa grasa og skemmtilegra frásagna.

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.