Gleðilegt sumar, veiðimenn um land allt. Í tilefni dagsins skrapp ég seinni part dags í Elliðavatnið, meira til að sýna mig og sjá aðra heldur en með stórar væntingar um afla í huga. Eins og vera ber voru nokkrir veiðimenn á staðnum, tveir, þrír úti á Engjum og svo nokkrir sunnan bæjar og í Helluvatni.

Jú, eitthvað höfðu menn orðið varir við fisk og þó nokkrir komið á land, en það sama verður ekki sagt um mig. Var mest á róli við Helluvatnið að sunnan og í Elliðavatni frá brú og að bæ. Ekki voru nú köstin eitthvað til að hrópa húrra fyrir, en þokkaleg miðað við þann vind sem stóð nokkuð stífur að austan.

Eina lífið sem ég varð var við var frekar áhugalaust nart rétt norðan brúar. Mér var hugsað til þess sem ég sá í Hellluvatni 22. mars. Það skildi þó aldrei vera að hann hefði heilsað upp á blóðorminn minn í dag?

Kannski þessi?
Kannski þessi?

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 0 0 0 / 2 2 / 4

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.