Svo virðist vera sem ég hafi teflt á tæpasta vaðið í síðustu greinum mínum þar sem ég hef sagt frá minni sýn á ‘veiða og sleppa’. Enn og aftur, þetta er mín sýn og ég nýt þess að geta tjáð skoðun mína hér án þess að eiga yfir höfði mér dónalegar tjásur (nýyrði yfir komment). Til að allri sanngirni sé nú gætt, þá hafa mér ekki borist neinar dónalegar athugasemdir við skrifum mínum í gegnum tíðina. Kannski finnst mönnum þau ekki svara verð, en vissulega eru ekki allir sammála mér og það er hið besta mál.

Og enn bæti ég um betur og tefli því fram að meira úthald er ekkert endilega betra. Á öðrum vetvangi er eindregið mælt með meira úthaldi í gælum og knúsi svona eftir erfiðið, en það á bara alls ekki við um VMS (veiða – mynda – sleppa). Ef veiðimaður vill endilega fá mynd af sér með aflanum, þá er eins gott að vera snöggur að því og helst ekki vera að grautast með bæði fisk og myndavél í einu. Fiski skal aldrei lyft upp úr vatni með annarri hendinni. Fáðu þér þrífót undir myndavélina eða góðan veiðifélaga til að taka myndina.

Það er svolítið misjafnt hvað líffræðingar telja hámark þess tíma sem fiskur þolir að vera lyft upp úr vatni. Sumir segja 5 sek. á meðan aðrir tala um 15. Fiskur er ekki með lungu (svona fyrir þá sem ekki vissu það fyrir) og hann hættir að anda um leið og hann er tekinn upp úr vatninu. Að vera lyft upp úr vatninu er því fyrir honum eins og ef okkur væri dýft niður í ískalt vatn í 15 sek. strax eftir að við höfum lokið 100 metra hlaupi á fullu gasi.

Nokkrar myndir sem mér þykja góðar að öllu leiti. Til að skoða þær í fullri upplausn og í samhengi við texta, smellið á þær.

cr_galatinriverguides cr_steve_piat cr_tom_chandler_1 Larry Javorsky

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.