Vor?
Vor?

Öll vötn renna til sjávar, segir máltækið. Það gerist jú á endanum, en fyrst þarf nú eitthvað vatn að safnast saman og á vorin er einmitt fyrsti tími söfnunar. Vorleysingar og bráð safnast saman í vötnunum okkar, misjafnlega mikið og misjafnlega hratt. Fyrsta bráð vorsins í ám og lækjum ber oft með sér óttalega drullu. Vötnin verða grá- brúnleit langt út frá árósa og ekkert sérstaklega árennileg að sjá. En þarna leynist oft ágætt tækifæri til veiði. Hver, hér í grennd við Reykjavík, hefur ekki séð vaðfuglana í Elliðavatni á vorin sem spóka sig lengst úti á Engjum eða meðfram strönd vatnsins frá ós Bugðu í átt að stíflunni? Sumir fylgja gamla farvegi árinnar meðfram bakkanum en það er ekki endilega áin sjálf sem er áhugaverð, heldur staðirnir þar sem hún er alveg við það að blandast vatninu, skilin. Svo má ekki gleyma því að rennandi vatn, jafnvel þótt skítugt sé, ber með sér súrefni sem fiskurinn sækir í.

En það þarf ekki heila á til að fríska aðeins upp á vötnin. Í þennan árstíma verða oft til smá sprænur og gamlir lækir ganga í endurnýjun lífdaga þegar leysingavatn leitar í vötnin okkar. Meira að segja smávægilegt dripp, dropp fram af kletti eða vatnsbakka laðar að sér fisk. Það þarf því ekki alltaf að leita langt yfir skammt að fiski sem sækir í nýtt vatn og súrefni.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.