Það getur kostað mig töluverða sjálfsstjórn að láta ekki vaða á fyrsta fiskinn sem ég kem auga á, hvort sem það er uppitaka, skvetta eða bara skuggi á botni. Þegar ég blaða í gegnum minningarbunkann minn, þá finn ég samt ekki eitt einasta tilfelli þar sem ég hef komið að vatni, séð fisk, kastað og fengið töku um leið. Þetta eitt ætti að kenna mér að taka mér meiri tíma þegar ég kem að vatninu. Þetta á ekki hvað síst við á vorin og snemma sumars þegar fiskurinn er ekki komin alveg í gang.

Ég las í vetur sem leið grein frá nágrönnum okkar í vestri, Kanadamönnum, þar sem vísindamenn höfðu kortlagt hvaða fiskur vaknar fyrst til lífsins á vorin, verður fyrst mest áberandi í vötnunum. Í stuttu máli, það eru stubbarnir sem skvetta sér mest og leita í það litla klak sem hefst snemma vors. Stóru drjólarnir halda sig mun lengur á botninum og fara sér rólegar, koma upp þegar sólin hefur yljað vatnið aðeins síðari hluta dags og eru þá gjarnan í síli rétt utan við og á grynningunum.

Fyrstir á fætur eru sem sagt stubbarnir sem geta ekki hamið sig, kíkja aðeins í sólina og láta öllum illum látum í þeirri flugu sem asnast til að klekjast snemma dags eða um hádegið. Fram að þeim tíma liggja þeir stærri og feitari aðeins lengur í bólinu og hafa auga með þeim litlu. Bíddu aðeins, þetta er nú bara ekkert ósvipað því hvernig ég hagaði mér um helgar hér um árið þegar guttarnir mínir ruku á fætur með látum áður en ég hafði einu sinni rænu til að opna annað augað.

Glaðbeittur fiskur
Glaðbeittur fiskur

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.