Nobbler - hvítur
Nobbler – hvítur

Alveg eins og það er til vinstri og hitt vinstri hjá sumum, þá er til svart og hitt svart hjá einstaka veiðimanni. Margur hefur gert góða veiði með hvítum Dog Nobbler að vori þegar honum er brugðið fyrir svangan urriða á björtum degi. Hjá mér hafa það verið þeir með silfruðu tinsel sem hafa gefið helst rétt fyrir ljósaskiptin eða síðla dags. Svart er til í ýmsum litum.

Svo eru það ítölsku græningjarnir, ólívugrænir Nobblerar. Einhverra hluta vegna verða þeir að vera vafðir með gul-brúnni náttúrlegri fjöður og með gyltu tinsel í skottinu, annars gefa þeir mér ekkert. Þessa nota ég þegar rökkrið hefur náð að læðast aftan að mér eða dumbungur og rigning vomir yfir.

Að lokum, þ.e. þegar veiðidagur er kominn að kveldi, þá færi ég mig aftur í upprunalega svarta litinn, þennan dökka og þá snýst tinselið aftur í silfrað.

Var einhver að tala um tiktúrur í fluguveiðinni?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.