Flýtileiðir

Massi af græjum

Vá, þarf maður allt þetta var ég spurður þegar nýgræðingurinn kíkti í skottið á bílnum mínum um daginn. Ég verð nú eiginlega að játa að ég roðnaði, í það minnsta inni í mér, því ég hélt í einlægni að ég væri ekki þessi græjufíkill að útbúnaðurinn minn gæti kallast ‚allt þetta‘. Ég leit yfir dótið mitt og …… allt í lagi ég var með nokkra hluti sem ég þurfti ekki endilega á að halda. Það var kannski ofrausn að vera með öll þrjú geymsluboxin mín, litlu vestisboxin hefðu örugglega dugað. Svo var ég með stangarhaldarana, þeir hefðu mátt verða eftir, þetta var jú aðeins ferð í eitt ákveðið vatn og ekki langt á milli veiðistað. Veiðivestið varð ég hafa með, vind- og vatnshelda jakkann líka. Svona eftir á að hyggja var kannski ekki þörf á vöðlunum, við veiddum algjörlega frá bakka í þessari ferð. Fyrst veðurspáin gekk eftir var eiginlega óþarfi að taka með mér léttu stöngina, #7 var eina sem dugði í þessu bölvaða roki. Háfurinn minn var auðvitað með í för, hnífurinn líka og netapokinn. Og til að sóða ekki út allan bílinn var ég með gamla kubba-kæliboxið undir aflann. Fékk að vísu bara eina bröndu þennan dag sem rúmaðist í nestispoka nr.2, ekki sóðaskapur af henni.

Óskilamunur við Hítarvatn
Óskilamunur við Hítarvatn

Svo rifjaðist upp fyrir mér veiðiferðin sem ég fór um árið, næstum allslaus. Ég vaknaði snemma einn morguninn og ákvað að renna vestur á bóginn í blíðunni. Svo mikið var ég að flýta mér að eitt og annað gleymdist. Ég gleymdi t.d. veiðivestinu og þar með; taumaklippum, taumaefni, taumum og flugum. Ég greip að vísu létta og þyngri stöng, en aðeins hjólið á þá þyngri. Flest allt annað var ég með og til einhverrar lukku var geymsluboxið með straumflugunum í veiðitöskunni. Svo var ég auðvitað með nestið mitt, ekki gleymir maður nesti á leið í veiðiferð. Ekki leyst mér nú á blikuna þegar ég var komin á áfangastað, eina 140 km. að heiman. Ég rétt vogaði mér að píra augun á hjólið og vonaði heitt og innilega að ég hefði gleymt að taka tauminn og taumaefnið af línunni í lok síðustu ferðar. Fjúkk, það stóðst. Þar bjargaði letin mér og ég hafði til umráða rétt rúm 9 fet af taum og taumenda. Ekki var nú útlit fyrir að ég gæti skipt oft um flugu þennan daginn og viti menn, þetta dugði mér. Að vísu varð ég að veiða allt á straumflugu en mér tókst að landa tveimur bleikjum og sleppti tveimur öðrum til viðbótar. Já, það má komast af með aðeins minna af græjum en maður heldur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com