Túpa
Túpa

Þar kemur ætið eða þannig sko. Augu fiska eru töluvert frábrugðin augum manna. Á meðan við þróuðumst í hálfgerða flatskjái þá eru augu fiska eins og gömlu túpusjónvörpin, kúpt sem henta mun betur til að sjá í vatni. Annars hafa fiskar álíka, ef ekki betri sjón heldur en við. Að vísu eru fiskar, vegna lögunar augnanna frekar nærsýnir og sjónsvið þeirra því töluvert styttra heldur en okkar, rétt um 15 metrar. Það er því ekkert bull þegar kastkennarinn okkar leggur ofuráherslu á nákvæm köst, við verðum að koma flugunni inn í sjónsvið fisksins ef hann á að sýna henni áhuga. Svo hefur staðsetning augnanna á hausnum töluverð áhrif á sjónsvið fisksins. Silungurinn er með augun nokkuð framvísandi og ofarlega á hausnum. Sjónsviðið er því best fram- og uppá við, síður til hliðanna. Raunar er því þannig farið að silungurinn er hvattur til athygli fyrst og fremst með þef-og bragðskyninu þar til bráðin er komin í árásarfæri, þá taka augun fyrst við.

Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að fiskar gera greinarmun á rauðum, grænum, gulum og bláum litum. Aha, sem sagt þeir geta séð regnbogann í vatninu eða hvað? Jú, svona fræðilega séð gætu þeir það niður á 7-8 m dýpi. Þar fyrir neðan fara ákveðnir litir að síast út og litunum fækkar ört því neðar sem dregur og fiskurinn fer frekar að stóla á lögun og hegðun bráðarinnar heldur en útlit hennar.

Eins nærsýnn og með eins takmarkaða sjón og fiskurinn hefur er eins gott að hann blikki ekki augunum því þá gæti hann misst af bráðinni. Ég veit ekki alveg hve oft ég  hef tuggið þetta, en fiskar hafa ekki augnlok og geta því ekki blikkað augunum. Þess vegna er þeim alveg meinilla við skært sólarljós.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.