Fussum svei, mannaþefur….

sm_lyktÞó tröllkerlingar séu þefvísar, þá komast þær samt ekki í hálfkvisti við silunginn. Stórheilinn í fiskum sem er í kvörnum hans, vinnur fyrst og fremst með þefskynið, ekki ósjálfráðu hreyfingarnar eins og í okkur mönnunum. Það má því nærri geta hvort fiskurinn hafi gott lyktarskyn. Það er nokkuð misjafnt hve mikið fiskar stóla á þefskyn við fæðuöflun og vísindamenn greinir nokkuð á um vægi þef- og sjónskyns þegar kemur að fæðuleit laxfiska. Sumir halda því fram að sjónskyn ráði mestu í fæðuöflu en aðrir að þefskyn ráði meiru. Hið síðarnefnda er auðvitað sjokk fyrir þá sem því trúa og veiða á flugu en gæti skýrt hvers vegna maðka- og beituveiði gefur oft eins vel og raun ber vitni, það er jú meiri og væntanlega matarlegri lykt af maðki heldur en flugu. Öfgamenn í fluguhnýtingum, ef þeir eru þá til, hafa því lagt mikla áherslu á að vera ekkert með neitt í höndunum sem truflað getur lyktarskyn fisksins þegar þeir hnýta. Sumir ganga meira að segja svo langt að nota aldrei gerviefni við hnýtingar, aðeins náttúruleg hráefni. Hvað um það, lyktarskyn silungs getur náð hundruð metra í kyrrstæðu vatni og bætist straumur við þá margfaldast skynsviðið auðveldlega. Það er því e.t.v. engin tilviljun að laxfiskar sem ganga úr sjó nota mest lyktar- og bragðskyn til að rata upp í ánna ‚sína‘ þegar þeir hyggja á hrygningu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.