Lestu 100 greinar um silungsveiði í straumvatni og 95 þeirra segja þér að veiða andstreymis, þannig veiðir þú flesta silunga. Já, einmitt. Merkilegt hve silungur veiddist nú samt oft hér á Íslandi áður en menn kynntust andstreymisveiði. Það sem vantar e.t.v. inn í þessar 95 greinar er orðið ‚oftast‘ því þær aðstæður eru ekki óalgengar í straumvatni að veiðimaður getur ekki nálgast silunginn nema ofan straums.

Veiðifélagi minn s.l. sumar sýndi mér heldur betur að veiði með straumi getur borgað sig. Rétt ofan flúðar í lítilli á hafði ég tekið eftir skemmtilegum bolla sem vel gat leynt fiski en mér tókst ekki með nokkru móti að veiða þennan bolla andstreymis vegna straumþunga í flúðinni neðan hans. Svo fastur var ég í einhverri þessara 95 greina að mér kom ekki til hugar að laumast upp fyrir flúðina og renna í bollann. Eftir nokkur árangurslaus köst gafst ég upp og staulaðist upp á bakkann og hélt áfram upp með ánni. Nokkru síðar sá ég félaga minn á bakkanum þar sem hann rölti upp fyrir flúðina, langt upp fyrir flúðina. Með þurrflugu í nokkuð löngum taumi sá ég hvar hann renndi flugunni rétt í útjaðar aðal straumsins þannig að hún flaut niður eftir ánni, beint út á bollan sem ég hafði reynt við áður og …. BANG, flottur urriði hrifsaði fluguna af miklu offorsi. Eftir glaðhlakkalega löndun renndi félaginn flugunni aftur í útjaðar straumsins og fleytti henni þannig niður eftir ánni út á sama bollan …. BANG og annar urriði hrifsaði fluguna. Eftir þetta dettur mér ekki til hugar að halda því fram að andstreymisveiði eigi alltaf vinninginn. Það er alls ekki óalgengt að urriði sem er á leið upp á, hvíli sig eftir flúðasund einmitt í bollum sem verða oft til fyrir ofan flúðir og mjög erfitt er að nálgast andstreymis.

Hinn straumurinn
Hinn straumurinn

Ummæli

05.02.2014 – Urriði: Ég sé að það er greinilega þörf á því að ég haldi áfram að minna þig og aðra á að straumfluguveiði er málið! Ég hætti ekki fyrr en þú hefur séð ljósið og birtir pistil um dásemdir straumflugunnar 😉

Svar: Kannski ég grafi niður í minningabrunninn eftir straumflugu-augnabliki, þangað til treysti ég á komment frá þér, Svævarr Örn 🙂

1 Athugasemd

  1. Ég sé að það er greinilega þörf á því að ég haldi áfram að minna þig og aðra á að straumfluguveiði er málið! Ég hætti ekki fyrr en þú hefur séð ljósið og birtir pistil um dásemdir straumflugunnar 😉

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.