Tweed
Tweed

Þær eru næstum ljóðrænar, lýsingarnar af yfirvegaða veiðimanninum sem nálgast lækinn hægum, varfærnum skrefum rétt áður en hann tyllir sér niður í öruggri fjarlægð og gjóir augum eftir vatnsborðinu. Ef við bætum nú tweed jakka, hnébuxum og sixpensara við, þá er komin mynd úr handbók hins heiðarlega veiðimanns frá fyrrihluta 20. aldar. Þetta er einhver elsti veiðimaður sögunnar, hann er nefnilega enn í fullu fjöri rúmlega 100 árum síðar. Að vísu er hann komin í önnur föt en háttarlagið er enn það sama. Hann er að skima eftir ummerkjum fiskjar í læknum. Fyrstu merkin eru auðvitað uppitökur. Ef engar uppitökur er að sjá, þá má alltaf skima eftir skordýrum; tegund, stærð og háttalagi, því þau eru fæða fisksins.

Þegar veiðimaðurinn hefur náð að kortleggja lækinn hvað varðar lífið og gróður þá er stór partur eftir; straumurinn. Eins og nærri má geta er straumurinn ekki eins um allan læk og ekki er allur straumur fiskinum þóknanlegur. Annars erum við svolítið heft að því leiti til að við sjáum bara yfirborðið. Það sem getur virkað sem ólgandi straumur í okkar augum er hreint og beint stöðuvatn þar sem fiskurinn liggur. Svo má ekki gleyma þeim stöðum þar sem straumurinn á yfirborðinu verður að engu eða þar sem ekkert verður að straum. Dýpið í læknum hefur mikil áhrif á það hversu hratt vatnið rennur eins og nærri má geta. Sama má segja um breidd lækjarins. Allur fiskur vill súrefni og umfram allt fæðu án þess að þurfa að djöflast of mikið til að ná henni.

Gömul vísa verður aldrei of oft kveðin, skimaðu eftir því sem ekki að sjá við fyrstu sýn. Fæðan berst með strauminum og stundum er meira að segja hægt að veiða andstreymis undan straumi. Ha? Jú, þar sem straumurinn fer fyrir nes eða tá, snýst straumurinn stundum við og þar safnast oft fiskur saman í æti sem hefur þjappast saman.

Ummæli

12.01.2014 – Veiði-Eiður:  Góður pistill Kristján!  Það sem stendur hvað mest upp úr frá s.l sumri er þegar ég fór í litla bleikjuá á norðurlandi. Var búinn að skima eftir veiðilegum stað en fann engan. Stoppaði svo við litla “breiðu” sem var nú ekki beint veiðileg. En úti í henni miðri var spegill, svona einskonar “læna”. Ég starði lengi á hana og ákvað að lokum að prófa að kasta andstreymis og viti menn, 26 gleyptu púpuna áður en ég fékk nóg. Það var merkilegt að ef ég kastaði til hliðar við spegilinn þá gerðist ekkert, en ef ég hitti akkúrat í hann þá var nánast alltaf fiskur á.

Svar: Já, þeir lifa lengi í minningunni þessir staðir og augnablik þegar maður hittir akkúrat á. Stundum eru það aðeins örfáar tommur sem skilja að veiðistaðina og ‘dauðahafið’.

1 Athugasemd

  1. Góður pistill Kristján!

    Það sem stendur hvað mest upp úr frá s.l sumri er þegar ég fór í litla bleikjuá á norðurlandi. Var búinn að skima eftir veiðilegum stað en fann engan. Stoppaði svo við litla „breiðu“ sem var nú ekki beint veiðileg. En úti í henni miðri var spegill, svona einskonar „læna“. Ég starði lengi á hana og ákvað að lokum að prófa að kasta andstreymis og viti menn, 26 gleyptu púpuna áður en ég fékk nóg. Það var merkilegt að ef ég kastaði til hliðar við spegilinn þá gerðist ekkert, en ef ég hitti akkúrat í hann þá var nánast alltaf fiskur á.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.