Ég þekki engan, en hef heyrt að þeir séu til sem halda því fram að það sé aðeins til ein fluga og hún sé þurr. Ég get alveg unnt veiðimönnum að hafa sínar skoðanir og í laumi dáist ég að þeim sem halda fast við sitt og sjá í einlægni ekki neinn tilgang í að prófa eitthvað annað. Dáist er e.t.v. ekki alveg rétta orðið, ég hef frekar lúmskt gaman að þeim. Það sem einum þykir sjálfsagt, þykir öðrum dyntir. Ég á t.d. kunningja sem veiðir aldrei bleikju á Nobbler, hann bara bíður henni ekki upp á svoleiðis, segir hann. Ég veit svo sem að hann veiðir ýmislegt annað á Nobbler og kann flestum öðrum að hnýta hann fallega, en bleikjunni bíður hann ekki Nobbler.

Aftur á móti hef ég aldrei heyrt af veiðimanni sem harðneitar að veiða á þurrflugu, nema þá þeir sem bara treysta sér ekki í hana. Ég treysti mér alveg í hana, á bara svolítið erfitt með að ná tökum á henni. Það er trúlega ástæðan fyrir því að mér finnst ennþá skemmtilegast að veiða púpur og straumflugur, en mikið langar mig að ná tökum á þeirri þurru. Það eru trúlega allt of litlir fordómar í mér til að ég geti tekið einarða afstöðu til einhverrar einnar flugu.

Ég þekki aftur á móti veiðimenn sem snerta helst ekki á púpum, veiða bara straumflugu, geta alveg spreytt sig á þurrflugunni en sleppa því jafnvel þótt allt sé í gangi á yfirborðinu. Ég hef líka lúmskt gaman að þessum gaurum. Ætli þeir séu ekki líka til sem veiða bara á þurrflugu eða púpu. Flóra okkar er næstum endalaus. Við höfum misjafnar ástæður fyrir sérvisku okkar en væntanlega skipar vanin okkur oftast til sætis eða dregur okkur í dilka.

Eina sögu heyrði ég þó af veiðimanni sem aldrei veiddi á neitt annað en þurrflugu. Sá þótti reyndar sérlega lunkinn og fær með þá þurru. Einhverju sinni uppskar hann þó tóma ördeyðu á meðan félagi hans reif upp hvern fiskinn á fætur öðrum á púpu. ‚Þú verður að fara niður‘ sagði félaginn ítrekað en fékk engar undirtektir. Að lokum virti sá þurri félaga sinn viðlits og svaraði ‚Nei, vinur minn. Sjáðu til, þá gæti ég tapað flugunni‘. Þær geta verið ýmsar ástæðurnar fyrir vali manna á eftirlæti.

Misheppnir félagar
Misheppnir félagar

Ummæli

12.01.2014 – Veiði-EiðurÆtli ég sjái nú ekki sjálfan mig þarna. Ég nota helst ekki straumflugur. Það er allra síðasta úrræði hjá mér, ef ekkert annað hefur virkað.

Ástæðan fyrir því er þó einungis sú að ég hef aldrei náð almennilegum árangri með straumflugu og hef þ.a.l. mun meiri trú á púpunum eða votflugunum.

15.01.2014 – UrriðiÉg skora á þig að nota straumflugu. Ég fullyrði að það er ekkert meira sexy en að sjá stóran urriða koma á fullri ferð upp úr dýpinu og velta sér yfir straumflugu sem er strippuð í yfirboðinu. Eða þá að sjá þá elta straumfluguna þvert yfir hylinn áður en þeir ákveða hvort þeir taki hana eða ekki, og allan tímann ertu með hjartað í buxunum. Ég næ oft betri árangri með púpum, en ég veiði örugglega jafn mikið á straumflugu af því að það er bara svo gaman og spennandi.
Þess vegna er örugglega mest notaða flugan mín millistig milli nobblers og púpu, get bæði veitt hana andstreymis sem púpu og sem straumflugu.

05.02.2014 – Siggi Kr.Nú er ég aldeilis sammála félaga Urriða! Straumflugur eru lang mest notaða vopnið í mínu vopnabúri en ætli það sé ekki líka að hluta til því mér finnst svo svaðalega gaman að hnýta þær. Svo er takan líka oft svo svakaleg, liggur við að maður segi ofbeldishneigð. Reyndar fannst mér nokkuð gaman að nota þurrflugu síðasta sumar í Elliðavatni og ég hef alltaf notað púpurnar eitthvað líka og kem líklega til með að nota þær í meira mæli eftir að ég fór að fikra mig áfram í evrópsku púpuveiði-aðferðunum en samt er strímerinn enn í mestu uppáhaldi hjá mér.

3 Athugasemdir

  1. Ætli ég sjái nú ekki sjálfan mig þarna. Ég nota helst ekki straumflugur. Það er allra síðasta úrræði hjá mér, ef ekkert annað hefur virkað.

    Ástæðan fyrir því er þó einungis sú að ég hef aldrei náð almennilegum árangri með straumflugu og hef þ.a.l mun meiri trú á púpunum eða votflugunum.

  2. Ég skora á þig að nota straumflugu! Ég fullyrði að það er ekkert meira sexy en að sjá stóran urriða koma á fullri ferð upp úr dýpinu og velta sér yfir straumflugu sem er strippuð í yfirboðinu! Eða þá að sjá þá elta straumfluguna þvert yfir hylinn áður en þeir ákveða hvort þeir taki hana eða ekki, og allan tímann ertu með hjartað í buxunum! Ég næ oft betri árangri með púpum, en ég veiði örugglega jafn mikið á straumflugu af því að það er bara svo gaman og spennandi!
    Þess vegna er örugglega mest notaða flugan mín millistig milli nobblers og púpu, get bæði veitt hana andstreymis sem púpu og sem straumflugu!

  3. Nú er ég aldeilis sammála félaga Urriða! Straumflugur eru lang mest notaða vopnið í mínu vopnabúri en ætli það sé ekki líka að hluta til því mér finnst svo svaðalega gaman að hnýta þær. Svo er takan líka oft svo svakaleg, liggur við að maður segi ofbeldishneigð. Reyndar fannst mér nokkuð gaman að nota þurrflugu síðasta sumar í Elliðavatni og ég hef alltaf notað púpurnar eitthvað líka og kem líklega til með að nota þær í meira mæli eftir að ég fór að fikra mig áfram í evrópsku púpuveiði-aðferðunum en samt er strímerinn enn í mestu uppáhaldi hjá mér.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.