Aftur til fortíðar
Aftur til fortíðar

Er mikill mismunur á því að veiða í litlum læk og stórri á? Sumir segja að það sé svona álíka og að leita að Yaris eða rútu á bílastæði. Ég er alin upp við eina af stærri ám landsins, Ölfusá. Nánar tiltekið við ósinn í landi Eyrarbakka. Austan þorpsins er síðan önnur á, Hraunsá. Ölfusá er ekkert smáræði þarna við ströndina, ósinn svo breiður að ekki sér bakkanna á milli og vatnsmagnið gríðarlegt og því e.t.v. ekkert óeðlilegt við það að spræna eins og Hraunsá skildi hverfa algjörlega í skugga Ölfusár. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn þá leit ég bara aldrei á Hraunsá sem á, þetta var í besta falli einhver skítugur skurður sem rann úr dælum ofan Stokkseyrar. Fyrir þá sem ekki þekkja orðið dæla, þá er rétt að taka það fram að orðið í þessu samhengi á ekkert skylt við áhald notað til að færa vatn úr stað, helst ná því úr iðrum jarðar. Dæla er vatn, oft kyrrstöðuvatn sem safnast saman í jaðri mýrar, oft skolað eða leirugt.

Ég stundaði Ölfusánna reglulega sem stráklingur og fram á unglingsárin, lítið eftir það. Algengast var að veiða með pungsökku og ánamaðk sem dúndrað var út í ósinn, eins langt og mögulegt var og þar var einfaldlega látið liggja þar til einhver urriðinn, já eða smálaxinn ánetjaðist agninu og tók hressilega í. Ég held bara að ég hafi aldrei séð nokkurn mann með flugu á þessum árum en því fleiri með stórar kaststangir sem voru jafnvel notaðar í sjónum vestan þorpsins og vestur að ósi. Þar var ekki verið að eltast við neinn urriða.

En hvers vegna er ég að rifja þetta upp? Jú, í sumar sem leið smakkaði ég svolítið aftur á veiði í straumvatni. Ég fór í litlar ár, sem alveg eins hefðu getað heitið lækir og ég fór í stærri á sem minnti um margt á ós Ölfusár. Án þess að ég sé að gera eitthvað upp á milli, þá verð ég nú að játa að mér líkaði miklu betur við litlu lækina/árnar heldur en þessar breiður af rennandi vatni þar sem ég gat ómögulega gert mér grein fyrir hvar fiskurinn héldi sig. Ætti ég svona ‚Back to the future‘ græju, myndir ég trúlega veiða í Hraunsánni í dag.

Ummæli

07.01.2014 – Þorvarður ÁrniSpennandi varðandi Hraunsá, en hvar kaupir maður veiðileyfi og hvað kostar það. Sá umræðu að búið væri að skemma svæðið svo það henti betur kajakfólki, er eitthvað til í því?

Svar: Nú þori ég ekki alveg að fullyrða um leyfi. Í gamla daga var nú ekkert spurt um leyfi í Hraunsá, ekki frekar en Ölfusá Eyrarbakka-megin, en það er nú breytt. Ef til vill væri best að spyrjast fyrir á skrifstofu Árborgar. Ég heyrði af þessari umræðu árið 2010 um stíflugerð ofan við þjóðveg en hef ekki skoðað áhrif hennar sjálfur. Stefán F. B. Nielsen (Stefán Freyr Barðason) á Selfossi þekkti vel til árinnar á sínum tíma og e.t.v. ráð að setja sig í samband við hann.

1 Athugasemd

  1. spennandi varðandi Hraunsá, en hvar kaupir maður veiðileyfi og hvað kostar það. Sá umræðu að búið væri að skemma svæðið svo það henti betur kajakfólki, er eitthvað til í því?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.