Aðeins of?
Aðeins of?

Hefur fjöldi flugna í farteskinu eitthvað breyst hjá mér með tíð og tíma? Jú, til að byrja með var fjöldinn nákvæmlega sá sem buddan leyfði og því var sjaldnast ofsetið í boxinu. Svo fór ég að hnýta sjálfur og fjöldin óx og óx og öllu troðið í boxið og svo annað box og síðan enn annað. Þegar veiðivestið var síðan álíka orðið ofsetið og bleikjuvatnið uppi á hálendi fór allt of mikill tími í að ‚reyna‘ allar flugurnar.

Með tíð og tíma hafa áherslurnar breyst. Ætli ég sé ekki farinn að leggja meira í að veiða hverja flugu á marga mismunandi vegu frekar en vita nákvæmlega hvar allar tegundirnar eru í boxunum mínum. Það er ekki þar með sagt að ég sé ekki alltaf að prófa eitthvað nýtt, en í sumar sem leið stóð ég mig að því að vera með aðeins fjórðung af úrvalinu í púpuboxinu án þess nokkurn tímana að sakna einhverrar flugu. Þar að auki fór miklu minni tími í að skipta um flugur þegar illa gekk, en því meiri tími í að prófa mismunandi framsetningu, inndrátt og hraða. Svei mér ef ég hef ekki bara hafst álíka gaman að veiðinni í sumar sem leið eins og undanfarin ár, þrátt fyrir minni afla, vegna þess að ég var sífellt að prófa eitthvað nýtt án þess að drekkja mér og öðrum í fjölda flugna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.