Taumaefni
Taumaefni

Tilbúnir taumar sem við getum keypt í verslunum eru oftast frammjókkandi, með eða án lykkju sem maður bregður í línulykkjuna. Þessir taumar eru hannaðir fyrir Meðal-Jóninn sem notar miðlungs línuna á miðlungs stöngina sína undir algengustu kringumstæðunum. Ef þú bregður út frá einhverju þessara atriða að einhverju leiti, þá ert þú ekki lengur með besta tauminn í veiðinni. Það var u.þ.b. á miðri síðustu öld sem 60/20/20 reglan varð til. Einföld regla um skiptingu taums sem eignuð hefur verið Frakkanum Charles Ritz. Fyrsti parturinn (lesið frá vinstri) á að vera u.þ.b. 2/3 af þvermáli línunnar, næsti partur á að vera u.þ.b. tveimur X-um grennri og sá síðasti enn öðrum tveimur X-um grennri. Út frá þessu eru flestir tilbúnir taumar framleiddir og eru merktir með með sverleika síðasta partsins, þeim grennsta. Segjum sem svo að þú sért að veiða með lítilli votflugu (#14) á línu #5. Þú velur þér frammjókkandi taum sem endar í stærð 3x m.v. þumalputtaregluna: stærð flugu / 4 = 3,5 ~ 3X taumur. Í þessum útreikningi er ekkert mark tekið á því að þú ert að tengja þennan taum við línu #5 en við skulum gefa okkur að taumurinn byrji í sverleika sem er 2/3 af línunni. Einhverra hluta vegna þarft þú síðan að taka fram línu #7 en heldur þig við votflugu #14. Þá er komið upp vandamál, áttu að velja þér tilbúinn taum sem byrjar á meiri sverleika þannig að hann passi línunni eða áttu að halda þig við tauminn sem passar flugunni? Ég hefði leyst málið með því að taka fram 7 fet af sveru taumaefni sem passar línu #7, segjum 2/0X. Ég veit að ég ætla mér að hnýta síðasta partinn úr 2,5 fetum af 3X taumaefni þannig að hann passi flugunni. Valið stendur þá á milli 0X eða 1X í þessi 2,5 fet sem eiga að vera í miðjunni. Ætli ég hefði ekki valið 1X, en auðvitað fer þetta allt eftir því hvað hverjum finnst best.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.