Vending
Vending

Í sumar sem leið var ég töluvert að böðlast með flugurnar mínar í straumi. Ég hef ekkert farið leynt með það að oftast var ég einn, alveg aleinn, ekki einu sinni fiskur á svipuðum slóðum. Aðallega vegna þess að ég fór ekki nógu varlega. En, ég notaði hvert tækifæri sem gafst til að prófa tæknina sem greinarnar og allar klippurnar höfðu hamrað á. Eitt af því sem ég átti að ná tökum á var að venda línunni til að lágmarka dragið. Ég ætla rétt að vona að menn hafi skilið þetta, en þetta snýst sem sagt um að menda línunni. Hvað um það, ég prófaði mig áfram, lítið í einu, upp eða niður alveg eftir því hvort straumurinn hafði meiri áhrif á línuna eða fluguna. E.t.v. hef ég horft of mikið á vendingar manna í straumhörðum ám, því fljótlega varð ég var við að öflugar vendingar voru dragbítur á framsetningu púpunnar við botninn. Allt of oft lyfti ég flugunni upp af botninum í þessum tilraunum mínum þannig að hún tók að líkjast skopparabolta meira en skordýri. Það var ekki fyrr en ég létti og mýkti hreyfingarnar, oftar og minna í einu, að flugan hélt sig þar sem ég vildi hafa hana. En svo var það þetta með vendipunktinn. Það tók mig töluverðan tíma að finna hvenær ég ætti að venda þannig að flugan yrði ekki fyrir dragi. Ætli besta tímasetningin hafi ekki verið svipuð eins og þegar maður eldar fisk; venda rétt áður en maður heldur að rétti tíminn sé kominn. Frekar fyrr en síðar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.