Láttu kyrrt liggja

Hauspoki
Hauspoki

Ég hef orðið vitni að því þegar kast mislukkast, oftast hjá sjálfum mér en líka hjá öðrum. Mér er það ekkert launungamál að stundum finn ég blóðið spretta fram í kinnarnar þegar kastið klúðrast algjörlega, sérstaklega þegar ég hef grun um áhorfendur á staðnum. Og hvað geri ég þá? Jú, ég reyni bara að gera gott úr þessu öllu saman, bölva hressilega eða tek fram fyrir hendurnar á áhorfendunum og hlæ hæðnislega að sjálfum mér. Ég gæti auðvitað smellt á mig hauspoka af skömm, en þannig er ég nú bara ekki. Það er ekkert óeðlilegt við það að klúðra kasti, en það er algjör óþarfi að bregðast við í einhverju ofboði og draga alla línuna inn og byrja upp á nýtt eins og maður eigi lífið að leysa. Það er ekki til það lélegt kast að það batni við að raska yfirborðinu meira en orðið er með því að böðlast á línunni. Láttu kyrrt liggja, náðu pirringinum úr kasthendinni og leyfði þurrflugunni að fljóta rólega frá fiskinum eða dragðu púpuna inn eins og um besta kast lífs þíns hafi verið að ræða. Fyrir utan það að ég hef oft orðið fyrir því að mislukkað kast hefur einmitt fært fluguna fyrir fiskinn sem ég sá aldrei, þá er aldrei að vita nema fiskurinn sem þú sást færi sig einmitt úr stað eftir mislukkað kast og komi þá auga á fluguna þína. Með því að rífa þurrfluguna af yfirborðinu eða rykkja púpunni af stað, þá eru miklu meiri líkur á að fiskurinn fari einmitt í hina áttina heldur en að hann haldi sig bara á sama stað. Annars sagði góður maður við mig ekki alls fyrir löngu að 9 af hverjum 10 fiskum víkja sér undan flugunni þegar þér tekst akkúrat að láta hana lenda þar sem hann liggur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.