Wulff hjónin
Wulff hjónin

Það er alltaf matsatriði hver sé góður veiðimaður. Mér finnst t.d. góður veiðimaður ekki endilega vera sá sem veiðir mest, frekar sá sem veiðir af virðingu fyrir bráðinni og umhverfinu. Ég las í ágætu tímariti um daginn að góður veiðimaður væri sá sem hefur náð að sættast við eigin getu, réði þokkalega við stöngina sína þannig að köstin virðast auðveld og nákvæm. Að sama skapi hefur hann náð að velja flugu sem hentar aðstæðum hverju sinni og getur brugðist við breyttum aðstæðum af yfirvegun án öfga í framkomu eða atferli. Að ná öllu þessu er endalaus skóli og kostar þrotlausar æfingar. Þetta hljómaði ekkert illa í mín eyru, en svo kom þessi dásamlegi 10 atriða töfralisti sem átti að redda hvaða veiðimanni sem er inn í hóp ‚góðra‘ veiðimanna.

Það eru til ýmsir gátlistar til að ná þessu öllu á sem skemmstum tíma með sem minnstri fyrirhöfn. Vandamálið er bara að fæstir þeirra virka ef eljuna eða staðfestuna vantar. Atriði númer eitt á umræddum gátlista var að nota ákveðið grip á stönginni, allt annað væri tóm steypa. Þetta eitt og sér kveikti ákveðið viðvörunarljós hjá mér og ég fletti upp á grein Kirk Deeter og Charlie Meyers í gagnabanka Field and Stream þar sem þeir félagar tókust einmitt á um mismunandi grip. Niðurstaða þeirra félaga var einföld; ef þú ert ánægður með þumalinn ofan á, haltu þig við hann eins og Joan Wulff gerði alla tíð. Ef þú ert ánægður með vísifingur ofan á, haltu þig við hann eins og eiginmaður hennar, Lee Wulff gerði alla tíð. Svo getur maður bætt við frá eigin brjósti að flugan ferðast með línunni, línan fylgir stangarendanum og það sem meira er, stangarendinn fylgir fingrinum sem þú leggur ofan á gripið. Niðurstaða; haltu gripinu sem þú ert ánægður með og náðu tökum á því. Ef þú gerir það af einurð sést það fljótlega í kastinu, ferli línunnar og framsetningu flugunnar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.