Hvernig veiddir þú þennan?

Rétt spurning?
Rétt spurning?

Hver kannast ekki við ávarpið ‚Ertu að fá‘ann?‘ Ef svo ólíklega vildi nú til, í mínu tilfelli, að ég svaraði ‚‘ þá væri líklegast að maður fengi næstu spurningu ‚Hvað tók hann hjá þér?‘ og þar með hæfist fyrirlesturinn, jafnvel bera saman boxin, bjóða upp á konfekt eins og einn góður kunningi minn kallar það þegar hann gefur af flugunum sínum. En hefur einhver orðið fyrir því að fá spurninguna ‚Hvernig veiddir þú þennan?

Ég er hræddur um að helst kæmi eitthvert fát á mig við slíka spurningu, en svo er nú aldrei að vita nema ég rankaði við mér og færi að segja frá. Þetta er jú miklu skemmtilegri spurning og snöggt um gáfulegri. Hvernig við veiðum fluguna skiptir oft ekkert minna máli heldur en nákvæmlega hvaða flugu við notuðum. Oft skiptir aðferðin, inndrátturinn, dýpið o.s.frv. ekki minna málið heldur en flugan. Svo skemmir ekki að mörgum þykir miklu meira gaman að segja frá einhverju sem tengist þeim beint heldur en því hvaða afkvæmi þekkts fluguhnýtara þeir notuðu við verkið.

Ummæli

09.12.2013 – Siggi Kr.: Þetta er skemmtileg pæling og kemur inn á umræðuna um eftirlíkingu eða framsetningu (Imitation vs. presentation). Þetta er eitthvað sem ég hef verið að pæla heilmikið í undanfarið og lesið urmul af efni um þetta á netinu. Það sem flestir sérfræðingarnir virðast vera sammál um þar er að framsetning flugunnar, þ.e. hvernig hún er veidd, skiptir í raun miklu meira máli en hvað flugu nákvæmlega maður er með bundna á tauminn. Þeir sem vilja setja tölu á mikilvægi framsetningar virðast vera nokkuð sammála um að skiptingin sé sirka 80% framsetning á móti 20% eftirlíkingu. Sem sagt að þó að flugan sé góð eftirlíking af æti fisksins þá verður hún líka að haga sér eins og ætið til að hann vilji hana. Það er til mikið af upplýsingum um hvernig æti silungsing hegðar sér ef fólk nennir að kynna sér það á netinu og ég ætla hér að deila slóð á vefsíðu sem inniheldur til að mynda góðar greinar um mýlirfuna sem er eitt aðal æti silungs allstaðar: FlyCraftAngling 

Góðar stundir.

Svar: Sæll Siggi og takk fyrir flotta pælingu.

 

Eitt svar við “Hvernig veiddir þú þennan?”

  1. Siggi Kr Avatar

    Þetta er skemmtileg pæling og kemur inn á umræðuna um eftirlíkingu eða framsetningu (Imitation vs. presentation). Þetta er eitthvað sem ég hef verið að pæla heilmikið í undanfarið og lesið urmul af efni um þetta á netinu. Það sem flestir sérfræðingarnir virðast vera sammál um þar er að framsetning flugunnar, þ.e. hvernig hún er veidd, skiptir í raun miklu meira máli en hvað flugu nákvæmlega maður er með bundna á tauminn. Þeir sem vilja setja tölu á mikilvægi framsetningar virðast vera nokkuð sammála um að skiptingin sé sirka 80% framsetning á móti 20% eftirlíkingu. Sem sagt að þó að flugan sé góð eftirlíking af æti fisksins þá verður hún líka að haga sér eins og ætið til að hann vilji hana. Það er til mikið af upplýsingum um hvernig æti silungsing hegðar sér ef fólk nennir að kynna sér það á netinu og ég ætla hér að deila slóð á vefsíðu sem inniheldur til að mynda góðar greinar um mýlirfuna sem er eitt aðal æti silungs allstaðar: http://www.flycraftangling.com/index.asp?p=125

    Góðar stundir

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com