Högl
Högl

Hér áður fyrr beittu menn höglum á tauma til að sökkva flugum niður á æskilegt dýpi en þessi aðferð hefur vikið fyrir misþyngdum flugum í boxum veiðimanna hin síðari ár. Ég hef reyndar aldrei orðið þeirrar upplifunar aðnjótandi að sjá veiðimann beita höglum ‚live‘ en lesið því meira um þetta síðustu vikur og mánuði.

Það er með þetta eins og flest annað að skoðanir manna eru töluvert skipta á ágæti og aðferðum við að veiða með höglum á taumi. Veikir tauminn, segja sumir og hnýta þá flugulausan afleggjara (droppper) á tauminn þar sem þeir raða höglum á eftir því sem þeir vilja sökkva betur. Þá rísa aðrir upp og segja að það henti illa því kastið verður þá að vera svo ávalt að nákvæmnin sé fyrir bí. Nei, nei segja enn aðrir og benda á að veltikastið sé tilvalið fyrir haglaköst á afleggjara, þá sé minni hætta á flækjum.

Enn aðrir láta sig hafa það að nota sverari taum og smella höglunum beint á hann en gæta þess þá bara enn betur að hann særi ekki tauminn og þvertaka alveg fyrir að nota högl með rifflaðri rifu. Já, einmitt. Högl og högl eru ekki það sama. Sum eru með beinni skoru, önnur eru með rifflaðri og svo er það þetta með þyngdina. Fleiri og léttari eða færri og þyngri? Ég hef svo sem ekki hugmynd um hvað sé best en einhvern veginn segir fyrri reynsla mér að fjöldi hagla skiptir ekki svo rosalega miklu máli.

Ég á svona skammtara með nokkrum þyngdum í, arfur frá því ég veiddi á flot og maðk, og mér sýnist í fljótu bragði að minnstu höglin hafi orðið svolítið afgangs eftir maðkaveiðina. Kannski maður prófi þetta næsta sumar með flugu, en hvar þá helst? Andstreymis, eins vel og mér hefur nú gengið þannig? Eða einfaldlega í vatnaveiðinni þar sem maður stillir fluguna af miðað við fæðudýpið? Ef maður kemst á annað borð upp á lagið með þetta, þá skilst mér að þetta virki alls staðar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.