Ég ætla rétt að vona að menn hafi upplifað það, annað hvort í stöðuvatni eða straum að sjá fiskinn á fullu í æti rétt innan seilingar. Uppitökur eða rót í æti á botninum, jafnvel í ölduróti þegar stendur upp á bakkann. Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að standast freistinguna að láta vaða á vöðuna, jafnvel bara með fluguna sem er á án þess að gefa því minnsta gaum hverju fiskurinn er í hverju sinni. Það er bara eins og tækifærið gæti gufað upp áður en minnst varir og allur fiskur verði á bak og burt ef ég hinkra aðeins við. Ef þið hafið ekki lent í þessu, þá getið þið auðvitað hætt að lesa hérna og megið stimpla þessa grein sem enn eina játningu mína á eigin mistökum. Fyrir hina held ég áfram….

Því er nú þannig farið að það eru minnstar líkur á að sjónarspilinu ljúki 1,2 & 3 þótt maður róar sig aðeins niður og skoðar aðstæður aðeins betur áður en maður lætur vaða. Annars vil ég helst ekki nota orðasambandið ‚láta vaða‘, það felur svolítið í sér æsing af óyfirlögðu ráði. Þegar ég læt nefnilega vaða, þá er það oftast beint á fiskinn eða vöðuna sem er væntanlega öruggasta leiðin til að sjónarspilinu ljúki einmitt 1,2 & 3. Í straumvatni segja spekingarnir manni að slaka á, koma sér niður fyrir sjónarspilið og kasta andstreymis, rétt til hliðar við fiskinn. Það er svo sem ekkert ósvipað sem maður gerir í vatnaveiðinni. Ekki kasta beint á fiskinn, veldu þér punkt nokkrum fetum til hliðar og reyndu að koma flugunni í fullri rósemd í sjónsvið fisksins. Og svo ein góð vísa í lokinn; byrjaðu að leggja fluguna á milli þín og fisksins, þá eru minni líkur á að hann styggist af línuskugga, hvað þá línuskelli ef æsingurinn er ekki alveg horfinn úr kasthendinni.

Það er nú ekki hægt að æsa sig undir þessum kringumstæðum
Það er nú ekki hægt að æsa sig undir þessum kringumstæðum

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.