Flýtileiðir

Hvað heyrir hann?

sm_heyrnHeyrir hann vel? Heyrir hann í mér? Spurningar um heyrn fiska eru margar og ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir því hvað, hvernig og hversu vel hann heyrir. Fiskar hafa innra og ytra eyra rétt eins og við mennirnir. Þar sem eðlisþyngd fiskjar er ekki ósvipuð vatninu sem þeir lifa í, streyma hljóðbylgjur í gegnum hold þeirra án þess að dofna neitt að ráði þar til þær skella á beinagarðinum sem tekur við hljóðinu og  ber það til eyrnanna. Þeir sem eru svo óheppnir að hafa upplifað beinbrot kannast e.t.v. við þetta óhugnanlega hljóð sem nístir merg og bein og kemur að innan þegar bein brotnar. Ég hef meira að segja upplifað snöggan smell, nánast eins og byssuskot sem ég trúði varla að menn í kringum mig hefðu ekki heyrt þegar hásin hrökk í sundur í fætinum á mér á gervigrasi um árið. Ég hélt fyrst að ég hefði sprengt tuðruna þegar ég sparkaði í hana, svo mikill var hvellurinn. En, nei. Það var bara ég sem heyrði þennan hvell og enginn kannaðist við að hafa sprengt pappírspoka við eyrun á mér.

Beinagarður fiska flytur umhverfishljóð beina leið til haussins og þannig heyra þeir hljóð jafnvel betur innra með sér heldur en inn um ytri eyrun. Það er e.t.v. skýringin á því að silungurinn getur heyrt steinvölu skrapast í botni, já eða neglda vöðluskó í meira en km. fjarlægð. Nú kann einhver að segja að nú fari ég með fleipur, en ég hef þetta fyrir satt eftir að hafa lesið töluvert af greinum um heyrn fiska.

Aftur á móti heyrir fiskurinn sára lítið af þeim hljóðum sem berast ofan vatnsborðs. Okkur er því alveg óhætt að raula á meðan við veiðum, sleppum bara öllum upphrópunum og gleðilátum þegar hann tekur. Við eigum það nefnilega til að hoppa af kæti og það nemur annað skynfæri fisksins; hliðarrákin.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com